Tilraunavefurinn
föstudagur, nóvember 30
  Spilverk
Í dag er síðasti dagur nóvembermánaðar og það er föstudagur. Í þessum mánuði hef ég verið að skemmta með söng og hljóðfæraleik öll laugardagskvöld og öll föstudagskvöld líka, utan eitt.

Ég verð að spila í Þorlákshöfn í kvöld. Það er svo bara frí annað kvöld en á sunnudaginn er smágigg í Hveragerði um miðjan dag.
 
miðvikudagur, nóvember 28
  Aðventutónleikar í Skálholtskirkju
 
föstudagur, nóvember 23
  Gömul ljósmynd

Hákon á fimmta ári og nýfædd systir hans í júlí 2002.
 
  100%
Í dag var brotið blað í sögu Grunnskóla Bláskógabyggðar. Í síðasta tíma dagsins var hlutfall karlkyns kennara í kennslu í skólanum að Laugarvatni 100%.
 
miðvikudagur, nóvember 21
  Afmæli

Þetta er hún Sirrý frænka mín. Hún átti stórafmæli í gær. Til hamingju með það Sirrý.
Með henni á myndinni eru frænkurnar Perla María og Andrea. Myndin er tekin sumarið 2002.

Ég var að kaupa skanna handa myndlistarmanninum. Þetta er ein af prufumynunum
 
sunnudagur, nóvember 18
  Hver er Víkarinn? 2. visbending
Önnur vísbending er stutt. Ég er að gefa vísbendingar um það hver bolvíska konan er sem ég hitti í Reykjavík á föstudagskvöldið.

Sú var tíðin að öll bolvísk börn kynntust pabba hennar. Ég var þeirra á meðal.
Klukkan er 21:43 og ég var að horfa á náfrænda hennar í Ríkissjónvarpinu.

Hver er Víkarinn?
 
laugardagur, nóvember 17
  Hver er Víkarinn?
Þá er það hinn Víkarinn sem ég hitti þarna á jólahlaðborði Bændaferða. Sá er víst svo duglegur að fara í bændaferðir að ein ferð á ári dugar ekki. Þessi Víkari er kona. Hún kom til eins fararstjóranna sem sat með mér á borði til að heilsa honum. Þá þekkti ég hana strax og heilsaði henni. Hún var smástund að átta sig á því hver ég væri, en fattaði svo án þess að ég þyrfti að gefa henni vísbendingar að ég væri strákurinn hans Halla. Það er töluvert langt síðan hún flutti úr Bolungavík, en hún er algjör Víkari. Ég man bara eftir henni í einu húsi í Víkinni. Ég hef nokkrum sinnum unnið við að mála það hús að utan og einu sinni að innan líka, en þá var verið að stækka það.

Hver er Víkarinn?
 
  Magnús Már
Þegar ég las svar Magnúsar Más (ég geri ráð fyrir að þessi Magnús sé Einarsson - það þarf þó ekki að vera) við spurningunni hér á undan, datt mér í hug atvik frá því ég var unglingur heima á Holtastíg. Þannig var að Magnús Már var nágranni minn í nokkur ár. Svo á tímabili, einhverntíma þegar ég var svona um það bil 13-14 ára fer hann að venja komur sínar heim. Þá bankaði hann og spurði eftir mér. Það var svolítið sérstakt því hann hefur ekki verið nema 5 ára. Fyrst skildi ég nú ekkert í því hvað hann væri að sækja í þennan félagsskap. En ég áttaði mig fljótt því hann tók venjulega strikið beint inn í herbergið mitt og fór að syngja í míkrafón sem ég átti. Það var málið - að syngja í míkrafón!

Það er til flott mynd af honum heima hjá mömmu með míkrafóninn.

Nú ef þetta er Magnús Már Jakobsson sem er að svara þá á ég svipaða sögu af mér og honum, nema þá var það ég sem fór og spurði eftir Magga Má, sem er aðeins eldri en ég. Hann átti sko trommusett. Ég fékk líka stundum að tromma hjá föðurbróður mínum, Benna í kjötinu. Mig langaði að verða trommari.
 
  Hver er Víkarinn?
Klukkan er korter gengin í fjögur að morgni og ég er að blogga. Þetta er náttúrulega ekki í lagi.
En ég var að spila með Bleki og byttum í Reykjavík og var að koma heim. Eftir spilerí í allt kvöld og akstur fram og til baka er maður svolítið lúinn og eiginlega of þreyttur til að sofna. Lögin af ballinu hljóma enn í kollinum á mér.

En auðvitað hitti ég Víkara á samkomunni sem ég var að skemmta á í kvöld. Ég hitti þrjá VÍKARA. Ég ætla að geyma mér einn þeirra og spyrja ykkur um hann síðar. En hina tvo spyr ég um nú. Það eru hjón. Karlinn hef ég kannast við frá því ég var barn. Ég kynntist honum bæði á Brjótnum og eins í tengslum við starf ákveðinnar deildar í UMFB. Seinna, þegar ég var að næstum orðinn fullorðinn kynntist ég honum svo enn betur í gegnum góðan sameiginlegan vin okkar. Þá kynntist ég líka konunni hans góðu. En hana hafði ég ekki þekkt áður.

Hver eru þessi hjón?
 
  Flottir krakkar

Þessi mynd var tekin í vetrarfríinu þegar við fórum vestur til Bolungavíkur.
Systkinin æfa sig saman.
 
fimmtudagur, nóvember 15
  Útgáfutónleikar Skálholtskórsins


Laugardaginn 17. nóvember kl 17.00

heldur Skálholtskórinn útgáfutónleika í Skálholtsdómkirkju,
þar sem meðal annars verður flutt tónlist af geisladiski kórsins
„Mín sál, þinn söngur hljómi“ sem út kom í haust á vegum Skálholtsstaðar. Einnig verður flutt kantatan „Leyfið börnunum að koma til mín“ eftir Jón Ásgeirsson og tónlist við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, en þann 16. nóvember, á Degi hinnar íslensku tungu, eru liðin 200 ár frá fæðingu hans.

Gestakór
Barna- og Kammerkór Biskupstungna

Einsöngvari
Hrólfur Sæmundsson

Stjórnandi
Hilmar Örn Agnarsson

Aðgangur ókeypis
Allir hjartanlega velkomnir
 
miðvikudagur, nóvember 14
  Popppunktur Kalla

Þriðja og síðasta myndagetraun mánaðarins.
Hvaða tónlistarfólk er á þessum myndum?
 
þriðjudagur, nóvember 13
  Enn af góðum gítarleikurum
Þessi stelpa er flink á hljóðfærið
 
  Tríóið

Hér er mynd af tríóinu mínu, sem í þetta skiptið hét Strákarnir í sveitinni.

Við lékum á árshátíð ríkisstofnunnar sem var haldin hér í uppsveitunum. Ég var mjög ánægður með útkomuna í þetta skiptið. Með okkur á myndinni er einn úr hópi gestanna á árshátíðinni. Sá gaf sig á tal við okkur þegar ég upplýsti að 2/3 hluti hljómsveitarinnar ætti rætur við Djúp. Svo tók hann með okkur lagið. Hann er hörkusöngvari og kunni alla texta BG og Grafíkur. Hann bar Bolvíkingum sem hann hafði haft kynni af góðu sögu. Nafngreindi marga þeirra.

Kannast lesendur við hann?
 
mánudagur, nóvember 12
  17/11, klukkan 17.
Unnendur fallegrar tónlistar og lifandi flutnings fá örugglega góða tónleika næsta laugardag. Þá mun Skálholtskórinn halda útgáfutónleika nýju plötunnar. Jafnframt verður flutt kantata eftir Jón Ásgeirsson, ásamt Barna- og Kammerkór Biskupstungna og Hrólfi Sæmundssyni, baritón.

Góðir kórar, góður hljómur og falleg kirkja. Yndislegur eftirmiðdagur í Skálholti.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00.

Við Hákon Karlsson verðum þarna báðir að syngja.
 
  Linkur
Langt, mjög innihaldsríkt og vel unnið viðtal í Hlaupanótunni við Örn Elías um vinnslu Mugiboogie.
 
sunnudagur, nóvember 11
  Popppunktur Kalla

Myndagetraun # 2

Hvað heitir tónlistarfólkið á myndunum?
 
laugardagur, nóvember 10
  Spilverk
Ég finn fyrir því að jólavertíðin er hafin hjá veitingahúsunum. Ég verð mikið að spila um næstu helgar. En þetta eru sem betur fer fjölbreytt verkefni þannig að ég fæ engan leiða. Í gær spilaði ég með tríóinu mínu á árshátíð, í kvöld fer ég í félagi við annan mann að spila á jólahlaðborði. Næsta helgi er líka fullbókuð.
 
fimmtudagur, nóvember 8
  Lagalistinn
Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja mann. Lagalisti sem lá inni í bílskúr heima hjá mér þegar ég kom heim úr vinnunni gladdi mig til að mynda alveg heilmikið. Hann lá þarna þessi listi innan um magnarana sem ég á og rafmagnsgítarinn og bassann. Ég hafði ekki verið að æfa mig.

Svona er listinn:
Barfly, Stun gun, Grace Kelli, Teikid eysi, Lolibob, Rock you, Anederone bast the dast, Dont stop Me nav.
 
miðvikudagur, nóvember 7
  Af fótbolta
Kristján Jóns var að skifa eitthvað um það hvað Blackburn gengi vel í ensku deildinni. Þá gerði annar Víkari (reyndar er sá eini Víkarinn sem er enn helteknari af íþróttaáhuga en Kristján) athugasemd. Sá er Liverpool-maður. Ég mátti því til með að bæta við athugasemd. Því ég var svo óheppinn að ætla að horfa á leik með Liverpool um síðustu helgi sem reyndist svo bara vera hundleiðinlegur leikur.

Þetta skrifaði ég fyrst:

Ég reyndi að horfa á þennan leik. Af því að strákurinn minn heldur með Liverpool vildi ég sýna honum móralskan stuðning og horfa með honum á þetta. En ég get nú ekki sagt að mér hafi verið skemmt með leik þessara liða. Þau voru bæði grútléleg.
Kalli | 11.05.07 - 3:38 am | #

Svo skrifaði ég aftur:

Ég fékk mér áskrift af enska boltanum þennan mánuðinn. Í gær sá ég hluta úr leik Man. City og Sunderland. Það var fjör. FÍn fótboltalið. Bæði liðin léku vel. Þau eru mörgum klössum betri en Liverpool og Balckburn.
Kalli | 11.06.07 - 3:16 am | #

Nú svo í gærkvöldi sá ég endursýningu af leik Liverpool í Meistaradeildinni þar sem liðið lék á als oddi (búinn að læra þetta með alinn!), spilaði flottan fótbolta og það voru fleiri en fyrirliðinn sem eitthvað gátu. Ég er meira að segja viss um að Sunderland hefi ekki átt svona létt með þetta Beskiktaslið eins og Liverpool átti í gær.
 
mánudagur, nóvember 5
  Popppunktur
Þekkir einhver tónlistarfólkið á myndunum?
 
sunnudagur, nóvember 4
  Laugardagslögin
Eins og Dr. Gunni er í miklu uppáhaldi hjá mér sem lagasmiður olli lagið hans í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi mér miklum vongrigðum. Það var drepleiðinlegt. Og útsetningin ekkert skárri. Að láta Kalla syngja svona djúpt jarðsetti stemmarann. Hann átti fullt í fangi við að halda lagi. Hann var samt ekkert falskur, en það var enginn kraftur í honum og textinn komst alls ekki til skila. Og úr því að lagið var ekki gott þá átti þessi flutningur aldrei neinn séns. Það kemur eitthvað betra frá Gunnari næst. Það bara hlýtur að vera.

Lagið sem vann í gær fannst mér ekki gott heldur, en það var grípandi og vel sungið. Hundrað sinnum betri söngkona en Barði tefldi fram síðast. Lagið hans Magnúsar Þórs fannst mér alveg ókei en það er ekkert eftirminnilegt við það.
 
 

Mugiboogie fær 5 stjörnur hjá Fréttablaðinu og 5 stjörnur hjá Mogganum. Þetta er líka mjög góð plata.

Ég var búinn að heyra megnið af henni í sumar þegar ég fór í stúdíóið í Súðavík og spilaði inn mandólíntrillur í eitt laganna á plötunni. Ég man ekki alveg hvaða lag það var, held að það hafi verið Sweetest Melody. Þær fengu svo ekki að vera með þegar búið var að gera lokamix, þannig að ég spila ekkert á þessari plötu. Það breytir því að hún er alveg mögnuð. Ætli maður reyni ekki að komast á eina af tónleikunum sem eru framundan hjá Mugison. Það er svo gott bandið sem hann er með. Ég verð að sjá það.

En áhugafólk um tónlist ætti ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. Það er linkur á síðu Mugison hér á minni síðu. Þar er hægt að kaupa eintak. Þú færð niðurhalið strax og platan kemur svo til þín með pósti um leið og Muggi kemst á pósthúsið á Ísafirði til að senda þér hana. Blaðadómarnir eru líka á síðunni.

Björgvin vinur minn hringdi í mig um daginn til að biðja mig um að koma með sér á tónleika með Mugison. Hann hafði keypt sér plötu og varð bara að láta mig vita hvað hann var hrifinn af henni. Ég var fyrir vestan þegar hann hringdi. Sat við eldhúsborðið hjá pabba og mömmu og drakk kaffi og át rúnstykki úr Gamla bakaríinu. The Mugifamily var þarna öll með okkur svo ég rétti bara Ödda símann svo Bjöggi gæti þakkað fyrir sig milliliðalaust. Þetta var mjög fyndið. Þeir eru nú kunnugir Björgvin og Öddi. Því þegar við Björgvin vorum saman í Kennó spiluðum við stundum saman á gítarana og sungum. Við vorum að semja músík, en lika að skemmta, mest í skólanum. Þá var Öddi yfirleitt fenginn til að vera hljóðmaður og rótari. Hann átti heima þarna í nágrenni við skólann og var með hljómsveit sem æfði í bílskúrnum. Það var því létt að fá lánaða magnara og snúrur hjá honum og hann var alltaf til í að aðstoða frænda sinn.
 
  Kommbekk
Það eru nokkur ár síðan Abbababb spilaði síðast, alla vega svo ég viti til. Auðvitað getur verið að Abbababb hafi komið saman með þeim sem búa á Akranesi einhverntíma. En núna á að spila á tónleikum í tilefni af 30 ára afmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar verða sennilega gamlar og nýjar skólahljómsveitir og við vorum ekkert annað en skólahljómsveit. Við spiluðum á 20 ára afmæli skólans. Ég man það, en ég man samt ekkert eftir þeim tónleikum.

Nú fer ég að setja Abbababb í eyrun og æfa mig. Semja parta fyrir mandólín.
 
laugardagur, nóvember 3
  Popppunktur Kalla
Spurt er um íslenskan tónlistarmann.

Ég hef einu sinni unnið með honum að undirbúningi flutnings tónlistar á árshátíð, en annars aldrei spilað eða sungið með honum. Það væri samt gaman að fá að taka með honum lagið. Hann kom vel fyrir og það var einkar gott að vinna með honum. Við vorum að pikka upp lög og hann var laginn við að finna réttu hljómana við þau.

Hann leikur á fleira en eitt hljóðfæri og á aðalhljóðfærið er hann í fremstu röð.

Sjónvarpsáhorfendur heyra næstum daglega tónlist eftir hann.

Hver er maðurinn?
 
  Barna-Daniel
Í útvarpinu um daginn var sagt frá ferðalagi manns, sem á marga afkomendur í Bolungavík, suður eftir sunnanverðri Strandasýslu. Hann fór frá Norðurfirði alla leið suður að Brú í Hrútafirði. Hann afrekaði það á þessu ferðalagi sínu að barna hvorki fleiri né færri en 5 konur. Þannig fékk hann viðurnefnið Barna-Daníel. Hann er langa, langa, langaafi Gumma Hrafns.

Þess má til gamans geta að í Bréfi til Láru fer Þórbergur Þórðarson nákvæmlega sömu leið í þeim tilgangi að hitta ástina sína stóru, en hann hafði svo ekki burði í sér til að banka upp á hjá henni. Hann bara þorði því ekki og gekk framhjá bænum þar sem hún bjó (Var það ekki á Borðeyri?). Í því ljósi er sagan af af Barna-Daníeli enn skemmtilegri. Svo eru sauðfjárbændur hér í Biskupstungum, sem eru að byggja upp nýjan fjárstofn eftir að þeir þurfta að skera niður vegna riðuveiki, að velkjast í einhverjum vafa um það hvort þeir eigi að taka fé úr Öræfum eða af Ströndum. Segir það sig ekki sjálft?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]