Útgáfutónleikar Skálholtskórsins


Laugardaginn 17. nóvember kl 17.00
heldur Skálholtskórinn útgáfutónleika í Skálholtsdómkirkju,
þar sem meðal annars verður flutt tónlist af geisladiski kórsins
„Mín sál, þinn söngur hljómi“ sem út kom í haust á vegum Skálholtsstaðar. Einnig verður flutt kantatan „Leyfið börnunum að koma til mín“ eftir Jón Ásgeirsson og tónlist við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, en þann 16. nóvember, á Degi hinnar íslensku tungu, eru liðin 200 ár frá fæðingu hans.
Gestakór
Barna- og Kammerkór Biskupstungna
Einsöngvari
Hrólfur Sæmundsson
Stjórnandi
Hilmar Örn Agnarsson
Aðgangur ókeypis
Allir hjartanlega velkomnir