Tilraunavefurinn
mánudagur, október 31
  Bryggjurúnturinn í Bergen

Bryggjurúnturinn í Bergen
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þessi mynd var tekin í gær. Þá var síðasti dagurinn okkar á námskeiðinu. Með mér á þessari mynd eru ferðafélagar mínir, þeir Björgvin Ívar og Sæmundur. Þeir kenna við Langholtsskóla í Reykjavík. Við áttum ekki pantað flug frá Bergen fyrr en seinnipart dags. Við drápum tímann með svakalegri gönguferð um borgina. Þarna erum við á einhverri höfn við eitt af hafrannsóknarskipunum. Í baksýn eru þýsku hansakaupmannahúsin.
 
miðvikudagur, október 26
  Vi grinede
Nú sit ég í skólanum og horfi út á bílastæðið. Ég á von á að sjá Hákon koma úr skólabílnum úr Laugarási. Hann gisti í Skálholti í nótt.

Í kvöld fer ég til Reykjavíkur og snemma í fyrramálið til Osló. Frá Osló til Bergen. Nú man ég eftir einum lélegasta brandara sem ég hef heyrt. Hann heyrði ég síðast þegar ég fór til útlanda, sumarið 2001, einmitt á kennaranámskeið eins og núna. Þá var ég að horfa á spurningaþátt í sjónvarpinu og spurt var hvaða borgarheiti væri samsett úr danska 2. persónufornafninu "vi" og sögninni "at grine" í þátíð. "Vi grinede"! Er einhver með svarið?
 
mánudagur, október 24
  3 dagar
Nú eru þrír dagar í námskeiðið í Bergen.
 
fimmtudagur, október 20
  Heilinn
Ég samdi eitt lag í fyrrakvöld sem ég er búinn að vera með á heilanum síðan (reyndar er ég ekki alveg viss um að það hafi ekki einhver annar verið búinn að semja þetta lag á undan mér). Annað lag sem ég hef verið að fá í hausinn upp á síðkastið er lag sem heitir I aint afraid og er gospelklezmerklessa af diski Hjartar.
 
þriðjudagur, október 18
  Í takt við tímann
Ég sá nýlega nýju Stuðmannamyndina. Horfði á hana þrisvar. Mér finnst hún mjög góð. A.m.k. jafngóð og Með allt á hreinu.
 
  Fiðlarinn
Hákoni gengur mjög vel í fiðlunáminu núna. Það er að vakna hjá honum sjálfsprottinn áhugi. Ég er því mjög feginn. Við æfum okkur alltaf saman. Hann er svo líka farinn að grípa í mandólínið. Það eru sem sagt spennandi tímar framundan. Perla og Hringur læra líka tónlist í gegnum þetta nám okkar Hákonar. Perla syngur með okkur og segir bróður sínum til (svona eins og aðeins systur manns geta gert!) og Hringur hermir eftir hreyfingum hans. Um daginn var hann í heimsókn þar sem barn átti lítinn leikfangagítar. Hringur tók hljóðfærið og skellti því rakleiðis upp á öxl og undir höku.
 
fimmtudagur, október 13
  Fimmtudagur = af Hirti
Ætli báðir lesendur Tilraunavefsins séu ekki búnir að fatta að í hádeginu á fimmtudögum hitti ég manninn sem er svo umhugað um að kynna mér og kenna mér almennilega tónlist? Það var í dag sem ég hitti Hjört aðeins eitt augnablik. Hann sagði: „Jæja, hvernig gengur?". „Með heimaverkefnið?", spurði ég, eins og hlýðinn og kurteis nemandi í 3. bekk. Já, hann vildi vita hvernig mér gengi að lesa mig í gegnum nótnabunkann sem hann lét mig fá í síðustu viku. Ég finn að hann gerir til mín væntingar sem ég stend ekki undir. Það var varla að ég þyrði að segja honum að ég væri varla læs á nótur. En ég gerði það samt, en ég fæ enga vorkunn út á það. „Það er voðalega fljótt að æfast", sagði hann og glotti.

Hjörtur er einn af fjölmörgum Megasaraðdáendum sem ég hef kynnst. Sennilega verður hann með í hljómsveitinni sem ætlar að spila með meistaranum í Skálholtskirkju í dimbilvikunni. Þá verða fluttir nokkrir Passíusálmar eftir Megas og Grímsa. Megas ætlar að syngja þá með barnakór. Ég hef nú þegar verið ráðinn í hljómsveitina. Liggaliggalái!!!! Mér skilst að Megas hafi tekið því erindi fagnandi að hafa mandólín með í nýju útsetningunum og sagt: „Englarnir spiluðu bara á mandólín".

En svo er ég ekkert búinn að gleyma því að einhverntíma lofaði ég að skrifa meira um punginn á tónlistarkennaranum. Bíðið bara við.
 
  Óboðni gesturinn

DSC04031
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Ég var rétt nýbúinn að leggja höfuðið á koddann þegar ég heyrði að það small í músagildrunni inni í bílskúr. Þá var hún þarna blessunin. Búin að skríða undir skáp með felluna á eftir sér. Nú hafði ég náttúrulega reynslu af músaveiðum frá í fyrra þegar ég drap eitt kvikindið með hamri. Nú kann ég snyrtilegri aðferðir við þetta. Þessari var drekkt. Hákon fann hana svo morguninn eftir úti í brekkunni fyrir utan húsið. Hann setti hana í plastpoka og fór með þetta með sér í skólann. Það var ekki fyrr en daginn eftir að hann sagði mér að músin sem ég hafði ætlað að sýna honum kvöldið áður væri ekki lengur í brekkunni heldur í forstofunni hjá okkur, nánar tiltekið í plastpoka í úlpuvasanum. Þessir strákar!
 
mánudagur, október 10
  Hlaupabólan
Hlaupabólan er komin í Ringó. Perla er nýstigin upp úr henni. Hákon fékk hlaupabólu þegar hann var þriggja ára. Þannig að nú er þetta allt að verða búið.

Hilsen, KH
 
  Þögnin
Þegar fjölskyldan sat saman að snæðingi í gær varð þögn í eitt andartak. Þeir sem til þekkja á heimili þar sem eru tvö smábörn og einn sjö ára strákur vita að hér væri svo sem við hæfi að ljúka þessari frásögn. En það get ég ekki því Hákon rauf þögnina með spurningunni: „Má ég fá páskaegg númer 5?"
 
föstudagur, október 7
  Sverð
Nú er Hákon austur í Fljótshlíð að berjast eins og Skarphéðinn og félagar forðum daga. Þar er verið að taka upp fyrir sjónvarpið. Hann átti alla vega að taka með sér sverð. Kórinn okkar í Tungunum er að syngja í áramótaávarpi útvarsstjórans.
 
  Enn af Hirti
Hann gerir það ekki endasleppt hann Hjörtur tónlistarkennari. Síðast lásuð þið um 380 mp3 skrárnar með klezmer-lögum sem hann gaf mér. Í gær lét hann mig fá tvo þykka punka af ljósrituðum nótnablöðum með útskriftum fyrir mandólín. Og ég er svo seinlæs á nótur að það er ferlegt. Ég verð til fertugs að spila mig í gegnum þennan bunka!
 
fimmtudagur, október 6
  Klukk
Klukkið mitt tengist skólavist minni í Grunnskóla Bolungavíkur

1. Þegar ég var 12 ára var ég síhrækjandi. Einu sinni gleymdi ég mér og hrækti eftir að ég var kominn inn í forstofuna í kjallarunm í skólanum. Það var náttúrulega slabb og snjór út um allt gólf þannig að þetta sást svo sem ekki en einhver lét vita af þessu og Kitti gangó sá til þess að ég skúraði allt gólfið.
2. Ég gerði einu stafsetningarvillu í fyrsta stílnum sem lagður var fyrir bekkinn minn. Ég skrifaði stóran upphafsstaf í orðinu karl.
3. Á tíu árum í skólanum náði ég að verða einhverntíma skotinn í fjórum bekkjarsystrum mínum.
4. Mér var bara einu sinni kastað út úr tíma (nema þegar bekkurinn allur fékk að fjúka eða allir strákarnir). Það var í 4. bekk. Þegar kennarinn, Dóra Kondrup, hafði skroppið frá fórum við nokkur í leik sem gekk út á að kasta einingakubbunum sem notaðir voru í stærðfræðinni um alla stofuna. Ég og Gummi Hrafn vorum of seinir að átta okkur á að kennarinn væri að koma inn í stofuna og vorum gripnir glóðvolgir.
5. Og eitt sem ekki tengist skólanum. Þegar það atvik varð var ég svo lítill að Halli Pé, sem er ári yngri en ég og var besti vinur minn í þá daga, man ekki einu sinni eftir þessu. Þannig var að fjölskylda hans bjó í íbúð í kjallara húss bæjarkóngsins, Einars Guðfinnssonar, sem var afi Halla. Þótt þetta hús sé svo enginn stórbrotinn arkitektúr hefur það samt sem áður mjög sérstaka stöðu í bæjarfélaginu, það er stórt, það stendur á fallegum og áberandi stað, húsið og umhverfi þess var alla tíð snyrtilegt og í því bjuggu þau hjónin Einar og Elísabet. Einn daginn vildi Halli meina að mamma hans hefði beðið okkur um að mála fyrir sig húsið. Ég trúði honum vel, því ég var nú málarasonur. Mér fannst bara reglulega skynsamlegt af Helgu að biðja okkur um þetta af þeim ástæðum. Nú við fundum græjur í verkið og vorum komnir aðeins af stað þegar eftir okkur var tekið.
 
  Stefnuræðan
Ég datt í að fylgjast aðeins með umræðum um stefnuræðuna í fyrrakvöld. Þegar ég kveikti var Steingrímur J að tala. Hann talaði út frá punktum en var ekki með ræðuna skrifaða frá orði til orðs. Ræðan hans fannst mér mjög skemmtileg og gríðarlega vel flutt. Maðurinn hefur gott lag á íslensku máli og þess vegna var svo gaman að hlusta á hann. Auðvitað líkaði mér svo boðskapurinn líka afskaplega vel og ekki skemmdi fyrir að hann var bráðfyndinn á köflum.

Næstur í pontu var Addi Kitta Gau, frændi minn frá Ísafirði. Það var mjög takmarkað sem skilaði sér til mín af því sem hann sagði og ég var barasta feginn þegar síminn hringdi og ég gat heyrt í einhverjum öðrum. Eftir símtalið settist ég aftur við skjáinn og þá var Valgerður Sverrisdóttir kominn í ræðustólinn. Eftir 3 mínútur af henni slökkti ég og fór að gramsa í tölvunni minni. Það var meira gaman.

Ég misst af sjálfri stefnuræðunni.
 
þriðjudagur, október 4
  Smellismell
Smellið á fyrirsögnina og ég lofa ykkur góðu hláturskasti. Munið að hafa hátalarana á sæmilegum styrk.
 
  380 klezmer-lög
Fyrr í haust skrifaði ég um sunnlenska tónlistarmanninn Hjört Hjartarson sem lagði til að við stofnuðum Mandólínsveit Suðurlands. Ég ætla nú að segja ykkur aðeins af honum. Hjörtur kennir sunnlenskum börnum að spila á hin ýmsu hljóðfæri. Einn dag í viku kennir hann í Aratungu og þá borðar hann hádegismatinn í mötuneytinu. Einu sinni sem oftar, að loknum hádegisverði, vorum við Hjörtur að ræða saman yfir kaffibollanum, um alls kyns tónlist sem okkur líkaði. Við fundum sameiginlegan flöt í tónlist Spaðanna. Mér líkar vel við hana og Hjörtur var í þeirri hljómsveit um tíma, hefur m.a. leikið á klarinett og rafmagnsgítar inn á tvær hljómplötur með þeim. Sumt í tónlist Spaðanna er fengið að láni frá klezmer-hljómsveitum eins og Klezmatics, Frank London's Klezmer Brass Allstars og The Andy Statman Klezmer Orchestra. Ég kannaðist ekkert við þessi hljómsveitanöfn þegar karlinn fór að nefna þau hvert af öðru. Honum fannst ég svo illa upplýstur að næst þegar við hittumst dró hann upp úr pung sínum tvo geisladiska með mp3 skrám. Á þeim reyndust vera 380 klezmer-lög og á þetta er ég að hlusta flestum stundum þessa dagana.

Lesendur kann að reka í rogastans að lesa um punginn á Hirti. En bíðið bara við. Ég hafði, skal ég segja ykkur, heyrt af þessum pungi nokkrum árum áður en ég hitti Hjört. Þetta er frægur pungur og um hann fáið þið að lesa meira síðar. Góðar stundir.
 
  Klukk
Þetta er ekkert sérstaklega lifandi vefur hjá mér þessa dagana. Ég er ekki eins duglegur að skrifa og ýmsir aðrir. Ég les nokkuð reglulega síðurnar þeirra Baldurs Smára og Kristjáns Jóns, svo kíki ég stöku sinnum á síður barnanna sem ég var að kenna á Skaga, en þau eru núna orðin hálffullorðin. Þar er búið að vera í gangi eitthvað sem þau kalla klukk. Þá skrifa þau eitthvað um sig sjálf, einhver fimm atriði. Ég fatta þetta ekki alveg. Svo leit ég inn á síðuna hjá Baldri frænda áðan og sá að hann hefur klukkað mig. Hvað þýðir það? Á ég eitthvað að opna mig?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]