Tilraunavefurinn
miðvikudagur, september 24
  Fingraför Bubba
Þvílík gósentíð fyrir okkur Bubbaaðdáendur! Á Bylgjunni fjallar Bubbi um Fingraför frá 1983. Þá plötu átti ég ekki sjálfur þegar ég var púki. Ég stalst í hana í unglingaherbergi heima hjá æskuvini mínum. Einar Pé átti hana. Það voru fyrstu hlustanir. Þegar platan kom á CD eignaðist ég hana og hlustaði mikið; söng með í hverju lagi, spilaði munnhörpustefin öll nótu fyrir nótu, aftur og aftur, þar til þau voru orðin nákvæmlega eins hjá mér og hjá Bubba. Ef ég átti ekki hörpu í réttri tóntegund til að geta spilað það lag sem ég tók fyrir hverju sinni gætti ég þess að kaupa þannig hörpu í næstu ferð til Reykjavíkur hjá Paul Bernburg eða í Hljóðfærahúsinu. Það kom sér vel að ég var í tannréttingum og flaug því oft til Reykjavíkur. 

Margir textanna voru í gítarmöppu sjóaranna á Dagrúnunni, Óla Fjalars og Jónasar Péturs frænda míns, sem ég hafði fengið að ljósrita og lærði í rauninni að spila á gítar upp úr.


Þegar ég var 14 ára fór aftur í Tónlistarskólann eftir stutt hlé og ætlaði í þetta skiptið að læra á gítar. Kennarinn veiktist svo og var meira og minna frá vinnu þann vetur og því varð lítið úr náminu. Ég kom engu að síður fram á nemendatónleikum. Þá flutti ég lagið Grænland af þessari plötu. Það var alveg örugglega í fyrsta sinn sem nemandi söng á tónleikum hjá Tónlistarskóla Bolungavíkur. Ég hafði ekkert spáð í að það væri eitthvað sérstakt. Ekki fyrr en á sviðinu við flutninginn. Þá skynjaði ég undrun gestanna er ég fór að syngja. Það var sérstakt og hefði truflað einbeitinguna hefði ég ekki verið eins gríðarvel undirbúinn og ég var.

Löngu síðar flutti ég lagið Afgan í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í nýja skólanum mínum, FVA. Hafði sigur og flutti þetta því líka á Hótel Íslandi fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Ég sé enn eftir því að hafa ekki spilað sjálfur á kassagítarinn. Þá hefði atriðið litið betur út í sjónvarpinu og ég hefði notið rafgítarleiks Stebba Magg sem hefði ekki verið busy við að strömma ómissandi kassagítarsláttinn. Lagið er ekki þess eðlis að ég hefði getað sýnt eitthvað og sannað hversu ágætur söngvari ég var orðinn á þessum tíma. Sönglega var flutningur minn á laginu óaðfinnanlegur. Í alvöru. Tónarnir voru hreinir, textinn skýr og ég kunni að nota míkrafón. En þetta er auðvelt lag að syngja og ég hefði aldrei getað sungið mig í verðlaunasæti með þessu lagi. Ég leit reyndar aldrei á þátttöku mína sem keppni. Mér fannst sá vinkill bjánalegur. En jafnvel þótt ég hefði teflt fram öllum trompum hefði ég átt erfitt með að skáka Margréti Eir og Heru Björk. 

Áhorfið á Söngkeppnina á þessum árum var gríðarlegt. Í mörg ár á eftir var ókunnugt fólk að  stöðva mig á förnum vegi til að þakka mér fyrir flutninginn á laginu, hæla honum eða hreinlega að þakka mér fyrir að hafa kynnt því fyrir þessu góða lagi.

Það langbesta við þátttöku mína í Söngkeppni framhaldsskólanna í mars 1991 er vitaskuld að í æfingaferlinu treystum við Gréta mín böndin. Við höfðum hist í fyrsta sinn skömmu áður. Ég var í Reykjavík við æfingar í heila viku fyrir þetta gigg og bjó í góðu næði íbúð móðurbróður míns sem er sjómaður og var ekkert heima. Ég hafði lykla og var þar eins og mér sýndist. Svo heppilega vildi til að Gréta bjó í sömu blokk!

Þannig að dálæti mitt á lögunum á Fingraförum hefur aldeilis orðið til þess að fleyta mér víða og landað tækifærum ef svo má segja.
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=SRC68EFF105-509C-40CE-83F4-4F1B1B1BC897
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]