Tilraunavefurinn
miðvikudagur, maí 22
  Nýr menntamálaráðherra: Gangi þér vel
Ég óska Illuga Gunnarssyni velfarnaðar í nýju stafi. Þið megið bera honum kveðju mína, þið sem þekkið hann. Segið honum að grunnskólakennari sem þið þekkið hafi verið virkilega ánægður með forvera hans í embættinu og að honum þætti skynsamlegt af honum að umgangast fagfólkið úti í skólanum af sömu virðingu og það fann frá Katrínu. Hún var áhugasöm í starfi, gaf sér tóm til að kynnast starfinu okkar, þeim lögum og reglum sem heyra undir málaflokkinn og hún lagði sig fram um að vita um hvað hún var að tala þegar hún hitti okkur á fundum. Það verður ekki auðvelt fyrir Illuga að fara í fötin hennar Katrínar.

 Ég er ekki svo rosalega mikill kommúnisti að ég sjái bara þegar „mitt fólk" stendur sig vel en ekki þegar hinir gera það. Sjálfstæðismenn geta vel staðið sig vel í embætti Menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín stóð sig prýðilega þegar hún var menntamálaráðherra. Alla vega hvað það varðar að hún setti sig inn í málin og gat rætt við okkur sem unnum á akrinum þannig að við skildum hana og hún skildi okkur. Ég man eftir Illuga þegar hann var stúdent í hlutverki leiðbeinanda í Grunnskólanum á Flateyri. Hann hefur í það minnsta þá reynslu af því að starfa við menntamál. Hann hefur verið félagsmaður í KÍ.

Illuga þekki ég ekki. Ég kannast bara við konuna hans frá því við vorum krakkar fyrir vestan. Hún er reglulega almennileg. Ég man að Illugi kom einu sinni til að hjálpa okkur krökkunum í ræðuliði Menntaskólans á Ísafirði rétt fyrir viðureign okkar við Flensborg í Morfís. Þá voru í liði okkar ásamt mér, Jón Yngvi og Margrét og Hannes Már var liðsstjóri okkar. Kunningi okkar að vestan, Víkingur Kristjáns, (nú leikari) var í liði Flensborgar. Ég rúllaði upp fyrri umferðinni, kannski vegna heilræða Illuga, en mér tókst ekki vel upp í síðari umferðinni og við töpuðum í mælsku- og rökræðukeppninni ofurhallærislegu (Ætli sé enn verið að keppa í Morfís?) og Víkingur var ræðumaður kvöldsins.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]