Tilraunavefurinn
miðvikudagur, maí 1
  Hvað merkir það vera Framsóknarmaður?
Sveitungi minn, Pálmi Gestsson, sagðist einhverntíma, í viðtali við eitthvert blaðið eða útvarpið, ekki vita hvað það merkti að vera Framsóknarmaður. Hann sagðist þekkja hugmyndafræðina sem VG, SF og Sjallarnir byggja flokksstarfið á en ekki hugmyndarfræði Framsóknar. Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Um daginn spurði ég svo Framsóknarmann hvað það merkti að vera Framsóknarmaður og hann svaraði því til að Framsóknarmenn horfðu ekki aðeins á einn punkt heldur reyndu þeir í öllum málum að sjá alla myndina. Ég skil ekki hvað hann átti við og er engu nær, ekki frekar en Pálmi. Fyrir nokkrum árum hélt ég að Framsóknarflokkurinn væri við það að leggjast af. M.a. vegna þess að hann vantaði grunn til að byggja starfið á. En líka vegna heimsku minnar. Þá þekkti ég ekki aðra Íslendinga en Djúpfólk og Skagamenn. En nú hef ég búið í Uppsveitum Árnessýslu og á Akureyri og veit að Framsóknarflokkurinn á sér fjöldann allan af stuðningsfólki sem aldrei mun styðja annað stjórnmálaafl. Margt af þessu fólki er ágætisfólk. Nú er Framsóknarflokkurinn kominn í stöðu til að hafa áhrif á íslenskt samfélag. Vonandi tekst honum vel upp. Síðasta valdaskeið hans var hrikalegt. Litað af spillingu og vörslu hagsmuna sem ekkert hafði með velferð Íslendinga að gera. Mér er í fersku minni sala bankanna og framganga einstakra Framsóknarmanna í sveitarstjórnarpólitíkinni í höfuðstaðnum. Spilling á spillingu ofan. En nú er komið annað fólk. Það er von um berti tíð. Ég tel Sjálfstæðisflokkinn vera helstu ógn Íslendinga. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar aðhyllast margir. Það get ég vel skilið. Það er eðlilegt að fólk sé ólíkt og ekki hugsi allir eins og ég sjálfur. Það er ekki rangt að hafa þá hugsjón að einstaklingurinn eigi að njóta frelsis til athafna og að skattar á fyrirtæki og einstaklinga eigi að vera lágir. Það er vel skiljanlegt. Sjálfur er ég reyndar annarrar skoðunar. Það hlýtur líka að vera í lagi. Þegar þetta fólk sameinast undir merkjum fálkans er hætta á ferð. Flokkurinn er drifinn áfram af drottnunarást, frekju, hroka og græðgi. Hugmyndafræðinni er kastað út um gluggann í eltingarleiknum við að verja valdið og hagsmuni hins gjörspillta og ógeðfellda íslenska klíkusamfélags. Að nokkur maður geti staðið uppréttur á bak við þessa starfsemi! Ég hef enga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert alþýðunni sem byggir Ísland nokkurt gagn. En hvað með Framsóknarflokkinn? Er hann hættulegur? Kannski er hann hættulegri en Sjálfstæðisflokkurinn. Ég veit það ekki. Það er óljóst fyrir hvað hann stendur. Þar er komið nýtt fólk sem gæti mögulega starfað öðruvísi en fyrirrennararnir. En ég er skíthræddur við það að Framsóknarflokkurinn skuli vera kominn til valda. Ég treysti ekki flokknum. Kannski vegna þess að ég þekki hann ekki. Það er eðlilegt að óttast það sem maður þekkir ekki. Auðvitað fer Framsóknarflokkurinn í stjórn með íhaldinu. Hitt yrði öllum þessum nýliðum í þingflokki Framsóknar of erfitt verkefni. Auk þess hef ég á tilfinningunni að Ásmundur Einar sé eini félagshyggjumaðurinn í þessum þingflokki. En tek það fram að það eru fordómar í mér að halda slíku fram því ég þekki ekki fólkið. Oddvitinn hér á Suðurlandi fékk fullt af atkvæðum vegna þess að fólk hefur trú á því hann muni verja hagsmuni sveitarinnar og standa fyrir kjördæmapoti. Það er alltaf vinsælt. Mér finnst það gamaldags aðferð í pólitík sem ætti að leggja af. Þrátt fyrir að ég þekki persónulega stjórnmálamenn eins og Möllerinn og Einar Kristinn sem hafa verið duglegir að vinna fyrir sitt kjördæmi og hafa vissulega náð mörgu fram með þvílíku poti og oft hefur það leitt til framfara. En þetta er ekki heiðarlegt. Allt ætti að vera uppi á borðum og öllum sýnilegt. Nú veit ég ekki hvort oddvitinn hér ætli að vinna svona, eða hvort hann hefur lagt það í vana sinn yfirleitt. Ég vona að hann geri það ekki. Ég óska Framsóknarflokknum velfarnaðar á komandi kjörtímabili. Megi hann halda tiltektinni áfram og vinna Íslandi og Íslendingum öllum gagn.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]