Lagasetningar byggi á kristum gildum
Það er sama hvar gripið er niður í starf Sjálfstæðisflokksins. Alls staðar finnum við ógeðfelldari breytni en þá að ætla að byggja lagasetningar á kristnum gildum. Hvað er fólk að æsa sig yfir þessari ályktun landsfundarins? Samfélag okkar Íslendinga, þar á meðal lagasetning, byggir nú þegar á kristnum gildum. Þau eru ekkert til einkabrúks handa trúuðum. Þau eru ekki einu sinni sérkristin. Þau má finna í siðaboðskap sem eiga lítið annað skylt með kristni eða trú yfir höfuð. Þau eru gulls ígildi fyrir alla. Burt séð frá því hvað okkur finnst um kirkjuna sem stofnun eða átrúnað á almáttugan guð. Þau byggja á umhyggju fyrir öllu fólki, umburðarlyndi, náungakærleika og fyrirgefningu. Ég óttast að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda á Íslandi. Ef ég myndi treysta flokknum myndi þessi ályktun róa mig talsvert. En reynslan hefur kennt mér að engum er treystandi þegar hann starfar undir merkjum þess flokks. Þess vegna skiptir þessi ályktun nákvæmlega engu máli.