Héðan í frá - Umsögn Andreu á Rás 2
Platan Héðan í frá var plata vikunnar á RÁS 2 í síðustu viku.
Nokkrar setningar úr umsögn Andreu Jónsdóttur á Rás 2 föstudaginn 27. maí 2011:
- Þetta er frábærlega vel spilað.
- Tónlistin er svolítið í þessari í vísnatónlistarhefð, svolítið þjóðlagalegt en líka jazzað.
- Hann hefur sinn stíl, er ágætur söngvari og spilar þarna á mörg hljóðfæri.
- Faglega séð er ekkert að þessari plötu. Það eina sem mér finnst að henni, sérstaklega fyrst þegar ég hlustaði á hana, þá er hún of fagleg, örlítið of línuleg. Það vantar svolítið "attitude" fyrir minn smekk. Mér finnst þetta aðeins of vandað, en svo er það eitthvað sem öðrum þykir alveg frábært.
- Karl er mjög góður textahöfundur og fínn lagasmiður og allt slíkt. Þetta er plata sem smýgur alveg inn í mann.
- Ég er viss um að þetta fellur mjög að smekk fólks á ýmsum aldri.