Héðan í frá

Kæru vinir.
Þann 5. apríl kemur út fyrsta hljómplata mín. Hún hefur fengið nafnið Héðan í frá. Titillinn er fenginn úr einum lagatitlanna. Þar er um að ræða eina lagið sem ekki er eftir mig á þessari plötu. Lag Lisu Gutkin sem hún gerði við texta Woody Guthrie, From here on in. Ég tók þetta lag og gerði íslenskan texta sem ég byggi á texta Guthrie. Ég hafði töluvert fyrir því að verða mér úti um leyfi til að gefa þetta út á plötunni minni. Bæði Lisa Gutkin og forsvarsmenn stofnunar þeirrar sem gætir höfundarréttar og útgáfuréttar á verkum Woody Guthrie veitti mér leyfið eftir að hafa heyrt lagið í meðförum okkar Orra Harðarsonar.
Fleiri fréttir af plötunni birtast hér á næstu dögum.
Héðan í frálag: Lisa Gutkin, texti: Karl Hallgrímsson (2007)bara eina leið
héðan í frá
héðan í frá
þennan eina veg
héðan í frá
aðeins eina slóð
bara eina leið
héðan í frá
upp á eina hæð
bara upp eina hlíð
yfir hagana
um engi víð
horfi fram á við
stefni í eina átt
geng um opið hlið
um eina gátt
veð yfir ána
einn lítinn læk, eitt fljót
ég þvera dalinn
hvert gras, hvert grjót
héðan í frá
bara eina leið
þennan eina veg
héðan í frá