Tilraunavefurinn
miðvikudagur, mars 30
  Héðan í frá - tvö tóndæmi á Netinu
Hér eru lögin Svik og Blíðan besta.

Svik samdi ég 1995. Hugmyndin að textanum kviknaði við lestur ljóðabókar með pólskum samtímakveðskap. Geirlaugur Magnússon hafði þýtt þau. Í einu þeirra rakst ég ég á ljóðlínuna „og er sviti minn í holdi þínu svíður" og í kringum hana gerði ég þennan texta. Ég hafði ekkert hugsað um þetta lag í mörg ár þegar ég rakst svo á möppu í kassa heima hjá mér með textum laganna sem ég og Björgvin Ívar vorum að fást við þegar við vorum hvað mest að spila saman. Ég hef kannski munað lagið alveg eins og ég hafði samið það þá, en kannski hefur minnið svikið mig og ég breytt einhverju við lagið frá því ég samdi lagið. Textinn er alveg eins og hann var þá.

Ég var dauðrhræddur um að ég hefði stolið einhverjum hugmyndum úr þessu pólska ljóði og þorði ekki öðru en að fletta því upp og fann, mér til mikils léttis, að það hafði ég ekki gert. Þessi fyrrnefnda ljóðlína kemur fyrir í textanum mínum en að öðru leyti er textinn gjörólíkur þessu ljóði sem var þó kveikjan að textanum mínum.

Ég færði Orra Harðarsyni öll völd þegar kom að útsetningu þessa lags. Ég á nákvæmlega ekkert í henni.

Blíðan besta er lag sem ég gerði 5. júlí 2008. Ég var að svæfa yngri börnin mín tvö þegar lagið kom til mín. Ég tók hugmyndina upp strax - þess vegna man ég dagsetninguna. Fyrst samdi ég laglínu sem heyrist í laginu á plötunni sem einhverskonar millikafli eða sóló, síðar reyndi ég að rifja lagið upp en það tókst ekki betur til en svo að ég mundi það bara alls ekki og til varð önnur laglína við þennan sama hljómagang. Sú laglína er sú lína sem sungin er hér.

Löngu eftir að ég samdi lagið tók ég eftir líkindum í lokahendingu laglínunnar með gömlu þekktu íslensku dægurlagi. Við ákváðum að vera ekkert að eltast við það og breyta bara vegna þess. Þetta er alls ekki eins - nema bara einn taktur.

Takið eftir píanóleik Orra í þessu lagi. Gítarleikarinn Orri spilar þarna á píanó eins og útlærður og þaulvanur jazzpíanisti í blússandi stuði.

Textann við lagið gerði ég seinna, undir pressu því ég var að fara að syngja þetta lag á tónleikum í Bolungavík. Fyrst kallaði ég lagið Augu unnustunnar og Ljóð til Grétu, en svo fékk það þetta nafn, Blíðan besta, en það er engu að síður ljóð til Grétu.


Svik
lag og texti: Karl Hallgrímsson

draumar mínir sofa í arineldi
augu logans svíða hugrekkið
og vonirnar sem virtust taka flugið
vængstýfðar nú kyssa malbikið

blóði drifin blóm
bardagi um þig
og af þeim drýpur morgunsól
og syndirnar sefa
og syndirnar sefa
sýn þína á mig

augnabliki síðar sofnar ljósið
sannleikanum gleymi í brýnni neyð
og er sviti minn í holdi þínu svíður
svík ég þig en blygðast mín um leið

blóði drifin blóm
bardagi um þig
og af þeim drýpur morgunsól
og syndirnar sefa
og syndirnar sefa
sýnina á mig




Blíðan besta

Lag og texti: Karl Hallgrímsson

norðurljósin loga skær
leiftri slá á stjörnur tvær
á björtum himni hanga þær
hátt og lýsa veg
þar sem ég í langri leit
læt mig dreyma um unaðsreit
hvar hann er það enginn veit
- enginn nema ég

á næturhimni dansa dátt
djarft og fjörugt, blítt og kátt
flökta úr einni í aðra átt
ákaft, - stað úr stað
diskóljósin bleik og blá
birtu varpa jörðina á
lítil börn og blómin smá
bera vitni um það

sómi, dyggð og blíðan besta
í bláum augum sjást
verðskuldarðu velsæld mesta,
virðingu og ást

í lífi okkar lýsa tvær
leiðarstjörnur – vel er fær
leið sem gengin var í gær
göngum þú og ég

sómi, dyggð og blíðan besta
í bláum augum sjást
verðskuldarðu vegsemd mesta,
virðingu og ást
 
Ummæli:
Er hægt að hlustað á þessi lög á síðunni eða misskil ég eitthvað? Kv. Erla RÁN
 
Smelltu á fyrirsögnina Erla Rán.
 
Slóðin er www.soundcloud.com/karls
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]