Tilraunavefurinn
miðvikudagur, mars 30
  Héðan í frá - Þessi tilfinning
Elsta lagið á plötunni heitir Þessi tilfinning. Það samdi ég þegar ég var 21 árs. Það er nú ekki fyrsta lagið sem ég samdi en það er eitt þeirra fyrstu. Ég samdi það í kompu inn af eldhúsinu í risíbúðinni í húsinu við Skaftahlíð númer 11 í Reykjavík. Hana leigðum við Gréta veturinn 1994-1995 ásamt Bensa mági mínum. Ég hafði þessa kompu fyrir mig til að lesa kennslufræðin á fyrsta árinu í Kennaraháskólanum. Ég man svo vel eftir því þegar lagið kom þarna til mín. Ég sat með gamla Levin gítarinn hennar mömmu og þessi laglína kom bara í litla fingur vinstri handar sem spilaði hana á gítarinn nánast ósjálfrátt.

Fyrst var lagið í D dúr og ákaflega rólegt. Með millistefi sem ég lék á gítarinn og á munnhörpu. Við höfðum þetta á dagskránni okkar við Björgvin Ívar, skólabróðir minn, en við lékum svolítið saman á gítarana þennan vetur. Hann samdi flest lögin, en svo fór ég að semja líka. Annað lag á plötunni minni er einmitt líka frá þessum tíma okkkar Bjögga í dúettnum okkar. Við Bjöggi gerðum einu sinni fjögurra laga kassettu sem þetta lag var á. Þá sungum við þetta saman. Skömmu síðar tók Orri Harðar þetta lag mitt og poppaði það upp með fullt af hljóðfærum og fíneríi, svo hringdi hann bara í mig og lét mig vita að hann hefði gert það og bauð mér að koma upp á Skaga að syngja þetta inn á átta rása segulbandsupptökutæki sem hann hafði þá til umráða. Það gerði ég. Söng lagið inn og lék á munnhörpuna inni á baðherberginu heima hjá foreldrum hans á Vogabrautinni. Þar var fínt sánd til að taka upp söng. Þá var lagið í F dúr og Orri söng á móti mér. Þessi upptaka er til.

Síðan hef ég gert nokkrar upptökur af þessu lagi sjálfur. Þá hef ég bara sungið og leikið á öll hljóðfærin sjálfur og notast við tilbúna trommulúpu úr tölvuforriti. Nema í eitt skipti fékk ég Tungnamanninn Valgeir Þorsteinsson sem var trommari Veðurguðanna til að tromma það fyrir mig.

En núna tókum við lagið upp aftur sl. sumar, við Orri. Við settum mandólínlínur í það í anda REM 1992 og banjó í anda Travis 2000. Hækkuðum lagið enn og höfðum það í G dúr. Svavar Knútur kom svo og söng á móti mér í viðlaginu. Við ætluðum bara að notast við raddir okkar og hafa viðlagið tvíraddað, en svo virkaði það ekki alveg þegar til kastanna kom og við bættum tveimur röddum ofan á þær. Þannig kom þessi fína harmónía þar sem ég syng sjálfur tvær raddir með þeim Orra og Svavari Knúti.

Textinn við lagið varð til um leið og lagið sjálft. En ég var svo lengi að snurfusa hann og laga til. Og þegar ég ætlaði að syngja hann inn í sumar fannst Orra orðin sem ég hafði valið sem rímorð mörg svo erfið í framburði og ekki nægilega góð til söngs. Hann sendi mig heim að breyta textanum og ég endurritaði hann bara rétt áður en ég söng hann endanlega inn. Mér finnst hann hafa batnað mikið. En hann er alls ekki djúpur, þannig. Bara einfaldur popptexti. En þeir geta sannarlega verið erfiðir í smíðum. Ég hef verið einum og fljótur á mér því félagi minn sem las próförk á bókinni sem fylgir disknum benti mér á galla í textanum sem mér finnst alveg ægilega vondur en gat ekki breytt. En ég hef samt lagfært þetta og héðan í frá mun ég sleppa einu sagnorðanna í textanum og nota annað og betra í staðinn.

Ég birti hér textann eins og ég mun syngja hann hér eftir:

Þessi tilfinning

Lag & texti: Karl Hallgrímsson

lifði lengi og dó
í lífsins ólgusjó
var þreytt og þótti nóg
þessi tilfinning
lengi að líða hjá
liggur hjartanu á
haldin þungri þrá
þessi tilfinning

býr í hjörtum ótal elskenda
sem vita að ástin verður ástand
- ekki tilfinning

bíður bæld og köld
bak við gluggatjöld
þykk og þúsundföld
þessi tilfinning
á enda er blús og bið
batnar ástandið
þegar frelsi og frið
færir tilfinning
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]