Tilraunavefurinn
þriðjudagur, ágúst 31
  Hver er Víkarinn?
Nú spyr ég um hjón. Þótt hún sé fæddur og uppalinn Víkari en hann ekki þekki ég hann eiginlega meira heldur en hana. Það kemur nú þannig til að hann var tíður gestur á heimili foreldra minna þegar ég var sirka 4-5 ára. Hann notar gleraugu, hefur stundað íþróttir og þjálfað börn í íþróttum. Saman stóðu þau hjónin í verslunarrekstri í einhver ár. Börnin þeirra eru öll af sama kyni og hún er frænka Valdimars Víðissonar Jónssonar Sigurgeirssonar Sigurðarsonar frá Folafæti. Hver eru þau?
 
sunnudagur, ágúst 29
  Hver er Víkarinn?
Á Akureyrarvöku var margt um manninn. Í Listagilinu hitti ég einn Víkara og í Menningarmiðstöðinni Hofi hitti ég annan. Byrjum á þeim sem ég hitti í Gilinu. Þar var kona á ferðinni og með henni maður sem ég hafði ekki hitt áður. Við erum nokkuð skyld, næstum því tvöfaldir þremenningar. Hún er örlítið eldri en ég og á þrjú systkini. Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, ágúst 20
  Hver er Víkarinn?
Mætti Bolvíkingi með RISASTÓRAN hund í bandi og konu sér við hlið. Fyrir mörgum árum kenndi ég honum íslensku í Grunnskóla Bolungavíkur. Hann er frændi Hönnu vinkonu minnar í Víðigerði í Biskupstungunum og hálfur Akureyringur. Hann er skyldari Guði en flestir aðrir Víkarar.

Hver er Víkarinn?
 
  Munnhörpudýrið gengur laust

Ég fann á flakki á Netinu lag sem hefur að geyma munnhörpuleik minn. Ef mig misminnir ekki er það fyrsta sessionspilamennska mín sem hljóðfæraleikari í hljóðveri fyrir annan en sjálfan mig. Það er Hilmar Garðarsson sem er höfundur lags og texta og hann syngur jafnframt lagið. Orri Harðarson tók þetta upp og stjórnaði upptökunum og fékk mig í verkið (af því ég á réttu munnhörpuna). Orri leikur á gítar og bassa og ég held að Halldór G. Hauksson sé trommarinn.

Lagið er af plötu sem er fullkláruð en hefur aldrei komið út. Ég söng líka bakraddir í öðrum lögum á þessari plötu og hafði óskaplega gaman af því. Það kom líka svo vel út. Það var líka skemmtilegt að taka upp þessa munnhörpu því það er verið að teygja og toga tóna til og frá af því að einn tónninn sem Orri vildi fá er ekki til í munnhörpunni sem var notuð, en það er hægt að mynda hann með lagni svo þetta var býsna krefjandi. Áhugasamir getað hlustað á lagið af MySpace síðu Hilmars Garðarssonar með því að smella hér. Það heitir Tónarnir dimmu.
 
sunnudagur, ágúst 8
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Hann sagði mér þessi Víkari að hann ætti fáa ættingja heima. En þó væri Helga Guðmundsdóttir, amma Ragnhildar frænku minnar, frænka sín. En hún er náttúrulega frá Blesastöðum á Skeiðum.

Þegar hann bjó í Víkinni bjó hann miðja vegu milli heimilis míns og skólans og fyrsta veturinn minn í skóla kom það oft fyrir að ég kæmi við hjá honum og við fylgdumst svo að í skólann.

Löngu síðar fór ég í ökuferð með honum á Bjöllu sem hann átti og hef aldrei orðið jafnhræddur í bíl því hann tók sénsinn á að það væri enginn bíll að aka upp eða niður Skólastíginn og ók þvert yfir hann án þess að líta til hægri eða vinstri á gatnamótunum við Völusteinsstrætið. Þá hefði hann getað drepið sig og mig, Kristján Ágúst og Gest Þór. Í dag tæki hann aldrei slíka sénsa, enda ábyrgur og traustur maður sem færi aldrei að gerast brotlegur við lögin af því hann þekkir lögreglustjórann í Reykjavík persónulega.

Hver er Víkarinn?
 
laugardagur, ágúst 7
  Hver er Víkarinn?
Á Siglufirði hitti ég gamlan Víkara. Við sátum saman og horfðum á leik BÍ/Bolungavíkur og KS/Leifurs. Hann var þarna staddur á Pæjumótinu með dætrum sínum sem leika með Reykjavíkur-Þrótti. Við vorum ágætlega kunnugir þótt hann hafi flutt frá Bolungavík þegar ég var bara 7 ára. Við áttum eftir að hittast oft eftir það og skemmta okkur saman og svoleiðis. Þetta er skarpur og skemmtilegur strákur. Síðustu 20 árin höfum við lítið sést nema bara á förnum vegi á nokkurra ára fresti. Hann lagði stund á golf og það er eins og mig minni að hann hafi líka teflt en annars var hann nú ekki mikið í sportinu. En þótt hann væri ekki mikið í sporti er hann þekktur af þátttöku í keppi og í einni slíkri vorum við saman í liði fyrir 21 ári.

Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]