Hver er Víkarinn?
Við Gréta og Hringur Karlsson tókum okkur göngutúr um mótssvæðið á N1 mótinu. Þar vinkaði okkur í gríð og erg einhver karl á jeppa. Ég kannaðist ekkert við hann. Þá fór konan hans líka að vinka okkur, svo ég fór nú að veita þessu fólki betri athygli og fann út að þarna voru Bolvíkingar á ferð. Ég hef ekkert séð þetta fólk í nokkur ár. En konuna hitti ég reglulega þegar ég var á 2. ári í Kennó því hún vann þá í Snælandssjoppunni og myndbandaleigunni sem var á Laugavegi, rétt vestanmegin við gatnamótin við Nóatún, en við bjuggum í Nóatúni (í næsta húsi við húsið þar sem Halli Pé býr nú). Síðast man ég eftir honum spænandi á skellinöðru uppi á Holtum.
Hver eru þau?