Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Þessir frændur voru sennilega samherjar á Pollamótinu. Ég er alveg viss um að þeir hafa ekki leikið saman fyrir UMFB. En ég hef leikið með öðrum þeirra, þeim sem ekki er frændi minn, í meistaraflokki UMFB. Það var 1991. En þá lék sá þeirra sem er frændi minn með liðinu sem þeir keppa fyrir í Old Boys flokki á Pollamótinu. Ég hef svo aftur á móti leikið innanhússfótbolta með þeim báðum ásamt fleiri Bolvíkingum. Þetta eru rólyndismenn, en hafa báðir heilmikið keppninsskap.
Annar þeirra lék alltaf í vörninni og var virkilega góður í fótbolta. Hinn var nú ekki sérstaklega lipur með boltann en alltaf í langbesta forminu af öllum á vellinum og fór létt með að hlaupa um allan völl allan leikinn. Hann er enn í sama toppforminu og hann hefur alltaf verið þótt hann sé kominn á fimmtugsaldur. Þegar hann var í byrjunarliðinu hjá okkur 1991 lék hann venjulega með Svavari og Hannesi Má inni á miðri miðjunni. Hann hefði sjálfsagt verið meira í fótbolta hefði hann ekki starfað sem togarasjómaður á sumrin. Þeir hafa báðir stundað aðrar íþróttir en fótbolta. Annar skíðaíþróttina, hinn handbolta og krafta- og úthaldssport.
Þeir eiga báðir fullt af systkinum. Annar er næstelstur, hinn næstyngstur.