Tilraunavefurinn
sunnudagur, maí 2
  Hver er Víkarinn?
Jæja, ég sá tilsýndar í Hlíðarfjalli í gær mann sem ég þekki og er Bolvíkingur. Hann kom sennilega ekki auga á mig því við hittumst ekki til að taka tal saman. Vorum bara þarna báðir að sinna sitt hvoru barninu. Hann er frændi minn og heitir tveimur nöfnum. Fyrra nafninu heitir hann í höfuðið á afa sínum. Hann var líka frændi minn. Því nafni heita nokkrir menn í Bolungavík. Sumir þeirra eru frændur mínir, aðrir ekki. Þeir sem heita því nafni í Bolngavík voru í mínu ungdæmi kallaðir þremur mismunandi gælunöfnum. Flestir nöfnum sem taka nokkurs konar styttri mynd af þeirra rétta nafni, en einn var (og er) kallaður nafni sem er langsóttara að tengja við hans rétta nafn.

Eftir því sem ég best veit bar enginn annar Bolvíkingur millinafn Víkarans sem ég spyr hér um. Það var frekar óalgent að menn bæru það, en í dag er það orðið vinsælla. Mér þykir líklegt að sú nafngift á honum sé þannig til komin að foreldrar hans hafi verið að gefa honum nafn beggja móðurforeldranna. Móðuramma hans heitir nafni sem er kvenmyndin af þessu millinafni hans.

Faðir þessa Víkara var líka sá eini sem bara það nafn í Víkinni þegar ég var strákur (ef ég man rétt) en móðir hans átti a.m.k. eina nöfnu.

Hver er Víkarinn?
(Og komið nú með ágiskanir - jafnvel þótt þær séu rangar - því það gerir leikinn miklu skemmtilegri).
 
Ummæli:
Jakob Valgeir?
 
Hann er ekki frændi ykkar!
Ekki að ég veit. Mamma
 
Nei, nei. Takk samt.
Mamma, hefur þú enga hugmynd?
Kalli
 
Er hann skyldur mér eða pabba þínum, líklega frekar pabba þínum, hann á fleira frændfólk hér en ég.
Þarf að fá mér kaffi og reyna svo að hugsa.
mamma.
 
Þetta mun kannski koma eftir næstu vísbendingu.
 
Ég nenni ekki að hugsa þessa ágiskun mína í þaula og læt vaða á bekkjarbróður minn og nafna Kristján Heiðberg Benediktsson. kv. K.Jóns.
 
Nei, ég er ekki að spyrja um Kristján Heiðberg.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]