Hver er Víkarinn?
Þennan Víkara hitti ég í afmælisveislu þar sem ég var að spila í sumar. Hann flutti úr Víkinni fyrir nokkrum árum. Einu sinni kom hann mér og fjölskyldu minni til hjálpar þar sem við vorum í nauðum stödd á fjallvegi. Er ég honum ævinlega þakklátur fyrir þá hjálp og hvernig hann leysti það verk allt saman.
Hann var mjög áberandi og virkur í félagsstörfum í bænum. Auk þess gegndi hann starfi þar sem allir bæjarbúar vissu af honum og þekktu hann undir viðurnefni sem tengdi hann við starfið.
Hver er Víkarinn?