Hver er Víkarinn?
Á dögunum hitti ég veltimbraðan Víkara. Ég og hann vorum tvö eða þrjú tímabil samherjar í liði UMFB í fótboltanum. Fyrst fílaði ég hann ekki alveg. Mér sárnaði stundum hversu greinilega hann lét í ljósi pirring yfir því hversu lélegur ég (og sumir hinna ungu mannanna í liðinu) var í fótbolta. En nokkrum árum síðar, þegar fótboltinn var aftur vakinn til lífsins í Víkinni, og ég eldri og sennilega orðinn skárri í sportinu, varð hann einn af mínum uppáhaldsliðsfélögum. Um það réði að einhverjum hluta hæfileikar hans á vellinum og mikill og góður skilningur á íþróttinni. En meiru réði létt lund, ábyrgð senm hann hafði fyrir hlutverki hans sem reynslubolti, áhugi hans fyrir því að leikmönnum á vellinum liði vel í hlutverki sínu, uppbyggjandi hvatning og síðast en ekki síðst fyndni hans, sem stundum var meðvituð en stundum ultu líka út úr honum gullkornin án þess að hann hafi ætlað sér að vera sniðugur.
Hver er Víkarinn?