Hvar er Víkarinn?
Ég hitti nokkra Víkara á fiskideginum á Dalvík. Byrja á þessum:
Þegar Gréta mín kom fyrst til Bolungavíkur var hún viss um að þessi maður væri föðurbróðir minn. Henni fannst þeir líkir í útliti, hann og pabbi. En við erum nú samt ekkert skyldir. Hann á nokkur börn, bæði stráka og stelpur. Kynni mín af honum eru tengd fótboltaiðkun í Víkinni. Hann á fimm systkini, þrjár systur og tvo bræður. Hann er yngstur. Þrjú úr þessu systkinahópi búa í Bolungavík í dag.
Hver er Víkarinn?