Úr textasafninu

/>
Leit(2008) Lag & texti: Karl Hallgrímsson
ég leitað lengi hef
að lífsins tilgangi
og reynt að ramba á
hið rétta svar, en þá
stundinni ekki lengur nokkurt man
líkt hendir varla nokkurn alsgáðan
hef reyndar efast um
allt sem fundið hef
um leið og lausnir fást
aðrar yfirsjást
stundinni ekki lengur nokkurt veit
stefni aftur út í tilgangsleit
nóttin bjarta leiðir mig og lokkar niður að strönd
lamar frið úr hjarta og ruglar huga minn
napur kuldi sólarlagsins leggst á styrka hönd
laumulegan glundroða í kinnum mínum finn
og eftir langa leit
að lífsins tilgangi
er næstum engu nær
svörum flestum fjær
og stundinni ekki lengur nokkurt skil
nema ef tilgangurinn sé að vera til