Tilraunavefurinn
mánudagur, apríl 6
  Mennirnir
Uppáhaldsgítarleikarinn minn er Venni. Það er svo gaman að spila með honum. Það er allt löðrandi í músík sem hann gerir á hljóðfæri. Sumt tónlistarfólk sem ég hef kynnst í gegnum tíðina hefur einhverja útskýranlega hæfileika til að heyra og skilja músík og það kann að nýta sér þetta til að láta tónlistina hljóma einfalda, áhugaverða og um fram allt skemmtilega. Venni er einn af þessum tónlistarmönnum. Þegar ég kem í heimsókn vestur tékka ég alltaf á því hvort Venni verði einvhers staðar að spila. Annað hvort til að koma og sjá og heyra eða til að slást í lið með honum og taka með honum lagið. Þegar ég var unglingur vissi ég af honum í Hnífsdal en við kynntumst ekki fyrr en eitt sumarið að hann hringdi í mig og bauð mér í partí heim til sín. Hann hafði þá verið að æfa sig á kontrabassa og vantaði einhvern til að leiða geimið með gítarspili og söng. Svo vorum við samferða í rútu á útihátíð í Húnaveri. Þá spiluðum við nú eitthvað saman í rútunni. Ég man ekki hvort það var fyrir eða eftir þetta partí í Hnífsdal. Seinna stofnuðum við rokkhljómsveitina KY og höfum svo oft spilað saman, bæði tveir og í félagsskap við aðra spilara.

Davíð Þór kynntist ég lítillega einhverntíma þegar ég var í Fjölbraut á Akranesi og hann enn í grunnskóla. Hann kom svo vestur með hljómsveitinni Soul deluxe um páskana ´94 með skólabækurnar í tösku og átti að læra fyrir samræmdu prófin. Þá kom hann í partí til okkar Grétu þar sem við bjuggum í blokkinni við Þjóðólfsveginn. Hann var svo ungur og saklaus og Þorbergur Viðars passaði upp á hann og studdi hann þessi fyrstu skref á rokkbrautinni hálu. Þetta var engin smáferð. Það snóaði og snjóaði marga daga í röð og hljómsveitin komst ekki suður aftur fyrr en seint og um síðir. Seinna spilaði ég með Davíð Þór á nokkrum tónleikum með hljómsveitinni Abbababb. Þegar ég var í Kennó fór ég iðulega eina til tvær ferðir upp á Skaga til að spila á tónleikum með Abbababb. Þá var Davíð genginn í þann vafasama félagsskap. Hann var okkur mikill liðsstyrkur. Hann var svo með okkur á plötunni okkar og í vinnunni við upptöku hennar tókst með okkur ágætis kunningsskapur sem hefur haldið síðan. Mér þykir mjög vænt um að hann ætli að vera með mér á rokkhátíðinni.

Geira þekki ég ekki neitt. Öddi frændi benti mér bara á hann. Sagði mér að hann væri athyglisverður gítarleikari sem ég ætti endilega að reyna að fá í bandið þegar ég var að byrja á að smala henni saman. En Geiri fær ekki að spila á gítar í þessari hljómsveit í þetta skiptið. Ég hafði alltaf hugsað mér annan mann í það. Geiri er um þessar mundir bassaleikari í Reykjavík!. Hann leikur líka á bassa með Mönnunum.

Kristjáni Frey kynntist ég í gegnum Venna þegar þeir unnu saman í hljómplötuversluninni Hljómum inni í Ljóni. Ég hafði verið í hljómsveit í stutta stund með nokkrum vina hans fáeinum árum áður. Síðan hitti ég Krisján voðalega lítið í nokkur ár. Hann var trommari í hljómsveitinni Miðnesi. Ég hafði leyst af í Miðnesi hálft ball einu sinni á Mánakaffi og einu sinni eða tvisvar komið fram sem gestur meðan það band var ballhljómsveit á Ísafirði. Það er það eina sem við höfðum spilað saman þangað til ég fékk hann til að koma og tromma hjá mér þar sem ég hafði ráðið mig til að spila undir dansi. Það gekk svo vel að ég hef oft síðan kallað hann í svoleiðis verkefni. Við Kristján Freyr höfum átt mjög gott með að vinna saman í ballmennskunni og hann var sá fyrsti sem ég réð í Mennina.
 
Ummæli:
Kalli! manstu veðrið þessa páska, það hefur ekki snjóað annað eins og þá. Skv. spánni þá verður það eins núna, spurning hvort Davíð Þór eigi nokkuð að hugsa um vesturferðir á páskum?? Hann getur komið í allan annan tíma ;)
Mamma þín (sem er komin heim)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]