Tilraunavefurinn
sunnudagur, apríl 19
  KOMINN
Jæja, auðvitað er ég fyrir löngu kominn að vestan. Þetta var góð ferð. Spileríið gekk ágætlega. Engin mistök eða neitt slíkt. En það var svolítið mál, fannst mér, að lenda því hvernig ég ætlaði að ná til fólksins í salnum. Ég er vanari minni sal og meiri nálægð við áheyrendur. Það var þess vegna ekki hægt að ná til áheyrenda með sömu aðferðum og ég hef tileinkað mér. Þess vegna var ég svolítið að fylgjast með því hvernig krakkarnir í rokkhljómsveitunum gerðu þetta fyrri daginn. Mitt atriði var á dagskránni seinni tónleikadaginn. Það var ekkert atriði sem ég gat horft til og hugsað með mér: Svona ætla ég að gera þetta. Þannig að sviðsframkoman og útlit atriðsins var örugglega frekar leiðinlegt. Þar fyrir utan var ég með hljómsveit sem hafði bara einu sinni æft öll saman og á dagskránni voru lög sem ekki hafa heyrst áður. Þess vegna gat ég ekki algjörlega treyst því hljóðfæraleikararnir sem léku með mér myndu negla þetta - nema að ég léki hvern hljóm með þeim. Í raun og veru er ég enn sem komið er sá eini sem veit hvernig þessi lög eiga að hljóma.

Annars var ég ánægður með bandið. Ég vissi með flesta þeirra hvað ég myndi fá frá þeim og það stóðst algjörlega. Reyndar heyrði ég ekki neitt af því sem Davíð Þór gerði á orgelið. Það var ekki í mónótor hjá mér. En ég treysti því að það hafi verið stórgott innlegg. Það bara hlýtur að vera. Ég er fyrst og fremst þakklátur þessum mönnum að gefa mér tíma sinn við að hlusta á lögin mín, læra þau, æfa þau og spila að lokum með mér á tónleikunum.

Ég heyrði ekkert um það hvað fólki fannst um þessi lög mín eða flutninginn á þeim, ekkert annað en dæmigert kurteisispepp og þakkir. Sem er alltaf gott að fá, En strákunum í hljómsveitinni líkaði lögin og fannst gaman að spila þau. Ég vona auðvitað að bæði lögin og textarnir hafi fallið í kramið hjá einhverjum og auðvitað vonast líka ég eftir einhverri eftirspurn. Ég væri svo sannarlega til í að spila lögin mín oftar á tónleikum. Það gæti þó aldrei orðið með þessu bandi. En ég gæti útfært það alla vega. Mér finnst þetta vera góð lög og þau þurfa ekkert endilega á heilli hljómsveit að halda. Þau geta alveg komist til skila með söng og gítarundileik einu saman. Og svo gæti ég nú kannski sett saman hljómsveit sem æfði þetta vel.

Næsta músíkverkefni er ball með Bleki og byttum á miðvikudagskvöldið og svo upptökur um helgina fyrir jólaplötu sem ég og Hilmar Örn erum að hjálpa til með að gera með barnakór í Reykjavík. Svo er heilmikið um að vera hjá kirkjukórnum. Miklir tónleikar í næsta mánuði og ferðalag. Og svo er ég að fara í kórferð með öðrum kór í byrjun júní. Nóg að gera.
 
Ummæli:
Var ekki gaman ad koma heim, systkinin ekki verid oll heima sidan 2003?
Kv. sunnan frá úr sólinni.
 
Mætti náttúrulega eins og ég hafði boðað og skemmti mér vel. Eina sem ég sá að þessu var hversu rólegur Geiri skólabróðir minn var þarna. Kann eiginlega ekki við Geira svona. Kunni betur við hann um kvöldið með klút bundinn á hausinn á sér og ber að ofan.

kv
Hannibal
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]