Tilraunavefurinn
föstudagur, mars 20
  Kompónerað og grætt á tá og fingri
Undanfarið hef ég sama og ekkert verið að spila þessi hefðbundnu trúbadorgogg sem ég var farinn að gera talsvert af fyrir sunnan. Ég hef verið eitthvað feiminn við að kynna mig sem þannig tónlistarmann á nýju markaðssvæði. Þarf náttúruelga að fara að gera eitthvað í því. En hvort sem það er vegna þessa takmarkaða spileríis á mér eða einhvers annars, þá hef ég verið að semja ný lög og texta og verið að móta þau í huganum daginn út og inn. Kvöldunum eyði ég svo í að taka þessar hugmyndir mínar upp til að varðveita þær. Ég hef líka verið að vinna úr 14 ára gömlu efni sem ég átti í möppu frá því ég var í Kennaraháskólanum. Þá stundaði ég þetta aðeins. Sumt af því man ég enn og hef nú loksins tekið það upp. Svo var líka í þessu texti við lag sem ég mundi ekki. Það hefur nú orðið til nýtt lag við hann.

Ég er búinn að gera lagalista í tölvunni hjá mér þar sem öll lögin eru eftir mig. Á hann er ég búinn að safna flestum laganna - eða öllum sem ég hef tekið upp. Svona lítur hann út:

Leit 4:25
amollinn 3:12
Tilfinning 3:37
Uppgjöf 4:10
Svik 6:10
hjartatorg 3:30
Saman á sjó 2:36
emollvalsgrismanlegur 2:43
Bbmaj7 mp3 3:39
Spariskor nr.2 5:27

Þetta eru vinnuheiti sem þurfa að vera á þessu til að hægt sé að vista það inni í tölvunni og finna þegar á þarf að halda. Það heitir ekkert lag amollinn eða emollvalsgrismanlegur!

Undanfarna viku hefur allur tími farið í síðasta lagið á listanum. Textinn við það (eins og hann er núna) fjallar um tilveru mínu á unglingsárunum. Ég blanda saman minningum frá sumrunum 88, 89 og 90 með smá ýkjum og tilfærslum hér og þar. Þetta fjallar um djamm þáttinn í þeirri tilveru, sem var reyndar ekki mjög fyrirferðarmikill. En um þetta eru svo margir dægurlegatextar. Ég varð að prufa líka að gera einn þannig.

Hann var lengi að fæðast þessi texti. Texti um svona efni þarf að hljóma eins og ekkert hafi verið haft fyrir því að semja hann, en svo er maður fastur í þeirri hugmynd að allt bundið mál eigi að binda eftir kúnstarinnar reglum - jafnvel þótt það sé alls ekki venja í dægurlagatextum - frekar undantekning. Þannig að ég hef verið óratíma að vinna í þessum texta.

Ég lýk þessari færslu um popptónlistina mína með því að greina frá þvi að í síðustu viku fékk ég greiddar út 3.036 krónur í Stefgjöld. Segið svo að þetta borgi sig ekki!
 
Ummæli:
Það er ekki von að þú hafir tíma til að setja inn myndir ;)
Kveðja til ykkar úr góða veðrinu vestra, mamma
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]