Tilraunavefurinn
mánudagur, mars 23
  Aftur kennari
Erla Rán óskar mér til hamingju með nýtt starf í athugasemdakerfinu við færsluna hér á undan. Hún er ekkert að bulla. Ég ákvað að fara aftur að kenna. Það var ekki auðveld ákvörðun. Veturinn í vetur hefur verið kærkomið frí frá kennslu. Ég þurfti á því að halda. Seinni árin í Tungunum var ég ekki eins áhugasamur og góður kennari og ég hafði verið áður. Það er leiðinlegt að finna ekki neistann. Mér hefur liðið ágætlega í því starfi sem ég hef gegnt sl. mánuði. Mér hefur verið vel tekið og fólkið þar hefur reynst mér vel. En sem sagt, hér var tækifæri til að endurheimta ánægjuna af því að kenna börnum og unglingum. Naustaskóli mun hefja starfsemi nú í haust. Þetta er nýr skóli sem mun byggja á hugmyndafræði sem kallaðist einu sinni opinn skóli, sem er umhverfi sem ég þekki ágætlega frá því ég var kennari í Grundaskóla á Akranesi.

Það hlýtur að vera leið til að endurheimta áhugann á kennarastarfinu að starfa í nýjum skóla með áhugasömu fólki og skólastjóra sem ég held að geti gert góða hluti. Ég verð, í félagi við annan kennara, umsjónarkennari elstu nemendanna, þeim í 6.- og 7. bekk. Auk þess mun ég sjá um að kenna öllum nemendum tónmennt og vonandi eitthvað fleira tónlistartengt. Ég geri mér vonir um að geta haft áhrif á það hvernig tónlistarstarfinu í skólanum verður háttað og hvaða þátt tónlistin og þá kannski sérstaklega söngurinn muni hafa í skólaþróuninni.

Ég þekki engan af tilvonandi vinnufélögum. Reyndar er ein kona í þessu starfsliði sem syngur með mér í kór kirkjunnar og þarna munu líka starfa karlar sem ég veit það eitt um að þeir hafa verið framarlega á íþróttasviðinu, handbolta- og fótboltakarlar. Ég þekki nöfnin. Skólastjórinn var að klára Kennó þegar ég var að byrja. Við þekkjumst nú svo sem ekkert, en ég man vel eftir honum úr skólanum þennan vetur. Hann var fyrsti formaður félags sem stofnað var í skólanum þennan vetur og hafði það hlutverk að efla karllæg gildi og gera þátt karlmennsku hátt undir höfði í námi og kennslu grunnskólabarna. Þetta var félag verðandi skólastjóra, Skólastjórafélagið Skarphéðinn. Við eigum sameiginlegan vin í Jóni Páli fyrrverandi körfuboltaþjálfara UMFB. Þetta verður örugglega bara gaman. Mikið starf framundan og ég ætla bara að reyna að sinna því þannig að það verði gefandi og skemmtilegt.

Link á síðu Naustaskóla má finna hérna hægra megin á síðunni.
 
Ummæli:
Sæll Kalli.
Gangi þér allt í haginn í nýja starfinu - þetta er bara spennandi - leyfðu okkur að fylgjast með- hlakka til að heyra frá þér.
Kveðja úr Tungunum
AGLA
 
Mér líst vel á það að þú ætlir að fara að kenna aftur. Vonandi að það verði jafn gaman og þegar þú varst í Grundaskóla, þá held ég að þú verðir í essinu þínu :)
Til hamingju með afmælisdrenginn.
Stórt knús og kossar frá okkur í Hafnarfirðinum.
 
Knús og kram á afmælisstrákinn frá
okkur afa Halla.

amma Stína.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]