Tilraunavefurinn
sunnudagur, febrúar 15
  Steingrímur, Doktorinn og Abbababb í Brekkó ´91
Steingrímur nokkur Benediktsson var stærðfræði- og líffræði kennari minn í fjölbraut á Skaganum. Hann er mikill áhugamaður um nútímamenningu. Sérstaklega hefur hann áhuga á rokktónlist og kvikmyndum. Ég stóð mig alla jafna illa í þeim áföngum sem hann kenndi mér. Ekki var þó við hann að sakast. Heldur var það nemandinn sem sinnti náminu illa. En annars kom okkur Steingrími reglulega vel saman, bæði meðan ég var nemandi hans og eins eftir að því námi lauk. Við vorum náttúrulega margir nemenda hans sem deildum tónlistaráhuganum með honum. Hann er líka ákaflega skemmtilegur náungi og naut sín vel í félagsskap við okkur unglingana. Uppáhald Steingríms í rokktónlistinni voru hljómsveitirnar Bless og Svart/hvítur draumur. Mér fannst það alveg magnað. Ég hafði varla heyrt á þessar hljómsveitir minnst þegar Steingrímur kynnti þær fyrir mér. „Besta íslenska rokklagið fyrr og síðar er Helmút á mótorhjóli með S/H Draumi", sagði Steingrímur einu sinni við mig. Þá hafði ég aldrei heyrt það lag. Mér hefur síðan alltaf líkað við þetta lag.

Þessar hljómsveitir tengdust Skaganum svolítið á þessum árum. Fyrir það fyrsta var bróðir Gunna Hjálmars kennari á Skaganum í mörg ár og allir krakkarnir þekktu hann. Þá var Birgir trommari kærasti Sunnu sem var bara nýlega hætt í skólanum okkar og þegar Birgir hætti í Bless var arftaki hans aðaltrommarinn á Skaganum á þessum árum, Logi Guðmunds.

Þegar Dr. Gunni hélt tónleika í sal Brekkubæjarsskóla var Steingrímur mættur að hlusta á sinn mann. Þar vorum við líka, strákarnir í hljómsveitinni Abbababb. Abbababb hitaði upp fyrir Dr. Gunna. Atriði okkar misheppnaðist algjörlega. Það var eitthvert tæknivandamál með kassagítarana okkar og ég gerði tilraun til að leika á rafmagnsgítar í staðinn. Það var ekki að gera sig. Ég kunni ekki að nota rafmagnsgítar og gítarmagnara. Þá var gripið til þess ráðs að Pétur bassaleikari lék á rafmagnsgítarinn en ég á bassann. Það virkaði næstum jafn illa og hitt. En þetta slapp til því við höfðum skapað okkur töluverðar vinsældir meðal elstu grunnskólanemendanna með einhverjum öðrum performans á undan þessum. Þannig að okkur leyfðist þetta alveg bara ef það fylgdi því einhver fíflaskapur. Og sjálfsagt voru tónleikagestirnir ekki sviknir um einhvern fíflaskap. Þannig var Abbababb. Alveg eins og Abbababb platan sem Dr. Gunni gerði seinna. Það var líka fíflaskapur á henni. Nema hvað!

Atriðið sem Dr. Gunni var með á þessum árum var einfaldlega hann sjálfur með rafmagsgítar og trommuheila og svo öskraði hann einhverja þvælu í míkrafón. Mér fannst það algjörlega glatað. Og lítil músík í því. Mig minnir að ég hafi tvisvar séð þannig atriði á tónleikum á Akranesi og verið jafn lítið hrifinn í bæði skiptin. Ég var þó farinn að fíla S/H Draum og sá kombakk hjá þeim í Tunglinu sirka ári eftir þetta. Það var alveg magnað. En þó ég hafi ekki fílað Doktorinn með trommuheilann hef ég verið virkilega hrifinn af hljómsveitunum hans Gunna, bæði Unun og Dr. Gunni. Og nú bíð ég alveg spenntur eftir nýju plötunni sem mér skilst að sé búið að taka upp og sé bara væntanleg í dreifingu.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]