Tilraunavefurinn
fimmtudagur, febrúar 5
  Ferðasögubrot

Paul og félaginn og Matt
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Síðastliðið sumar fór ég á tónlistarnámskeið og ráðstefnu þar sem mandólínið var í forgrunni. Það var haldið í Santa Cruz í Kaliforníu. Hér er lítið ferðasögubrot.

Gaurinn sem er næst okkur á myndinni, sá sem snýr vanganum að myndavélinni og leikur á gítar, heitir Paul (ég þekki ekki eftirnafnið). Hann starfar sjálfstætt við að smíða gítara. Hann var á námskeiðinu með mér í sumar. Konan hans var þar líka. Hún er grunnskólakennari og hún, ásamt fleiri kennurum í þessum hópi fræddi mig um eitt og annað í bandaríska skólakerfinu. Þessi ljósmynd er tekin í herbergi þeirra hjóna á vistinni þar sem við bjuggum. Það var partíherbergið. Þau kölluðu það Tiki Room. Þangað fór ég tvö eða þrjú kvöld og skemmti mér ágætlega. Þá var spilað og sungið hverja mínútu. Fyrir mér voru næstum öll lögin ný. Þau voru teljandi á fingrunum lögin sem ég þekkti. En allir aðrir þekktu þau. En það var yfirleitt ekkert mál að spila með. Þetta voru þannig lög. Aragrúi skemmtilegra kántrí- og gamaldags rútubílalaga.

Einn daginn meðan á námskeiðinu stóð keypti ég mér handhægt og gott upptökutæki. Ég tók upp kennslustundir, æfingar og tónleika. Það er gaman að eiga þetta og ég er búinn að hlusta og það hjálpar mér að rifja upp það sem ég lærði. En mikið sé ég eftir að hafa ekki tekið upp a..m.k. eitt partí í Tiki Room. Það hefði verið gaman að eiga þessi lög og læra einhver þeirra og spila þau fyrir aðra.

Partí í the tiki room fór þannig að fram að gestgjafinn, Paul, ýmist sat eða stóð með gítarinn í kjöltunni og stjórnaði samspili og samsöng gesta sinna með afskaplega mikilli glaðværð en þó röggsemi. Hann stjórnaði með mjög skýrum bendingum, svipbrigðum og stikkorðum sem allir skildu, meira að segja Íslendingurinn sem þó hafði aldrei heyrt þau og hefur þegar gleymt þeim öllum (enda tungumál ekki hans sterkasta hlið).

Þegar inn í herbergið var komið var það fyrsta sem við manni blasti mandólínkassi sem stóð opinn ofan á eldhúsbekknum. Ofan í honum voru smámynt og einsdollarsseðlar. Innan á lok kassans var letrað: Booze found (drykkjarsjóður). Á öllum borðum voru svo björflöskur, léttvínsflöskur og glös. Eldhúsið var í sama rými og stofan. Við endann á stofunni stóð Paul með annan fótinn uppi á stól og söng og spilaði á gítar um leið og hann stýrði glaðværum hópi söngvara og undirleikara í hverju laginu á fætur öðru. Hann var miðpunktur samkomunnar. Tónlistarflutningurinn var drifinn áfram af tveimur mottóum, en þau höfðu verið skrifuð með límbandi á stofuveggina til hvorrar handar gestgjafans. Hægra megin við hann stóð PLAY SOFT en vinstra megin LISTEN HARD. Öðru hverju minnti Paul gestina á þessi mottó með því að benda á veggina. Fyrir framan sig hafði hann hjörðina sme hann stjórnaði í söng og hljóðfæraslætti en fyrir aftan hann var rekki sem hann hafði tekið með sér að heiman. Í þessu sérsmíðaða rekka voru hljóðfæri sem hann hafði smíðað. Honum var mikið i mun að sem flestir léku á þau hljóðfæri og að allir prófuðu sem flest þeirra.

Mennirnir á myndinni eru allir með hljóðfæri sem Paul hefur smíðað. Paul er með venjulegan gítar. Annar hinna mannanna er með octive mandólín (sem er, eins og nafnið gefur til kynna, stillt áttund dýpra en venjulegt mandólín), hinn er með tenórgítar (sem þeir stilltu alveg eins - en það má líka stilla það öðruvísi, standard tuning:
CGDA). Paul hafði vonir um að tenórgítarar hans yrðu vinsælir einhverntíma á næstu mánuðum. Hann sagði mér að tenórgítarinn nyti vinsælda á 40 ára fresti og nú væru 40 ár síðan hann hefði síðast verið vinsælt hljóðfæri (ég ætla að skrifa annan pistil um tenórgítara síðar). Hann sagði að áhuginn væri að vakna. Nú þyrfti bara ein heimsfræg hljómsveit að sjást með tenórgítar í sjónvarpi og þá ætlaði hann að eiga þá á lager, því þá myndu þeir rjúka út. Báðir þessir menn sem við sjáum framan í á myndinni náðu góðum tökum á þessum hljóðfærum og þótti gaman að leika á þau. Mér þykir líklegt að þeir séu búnir að leggja inn pöntun fyrir næsta ár.

Í The Tiki Room léku yfirleitt tveir til þrír á gítara, einn á kontrabassa, tveir til þrír á tenór eða octive og allir aðrir á mandólín. Stöku sinnum var eitt banjó og/eða fiðla, örsjaldan munnharpa. Fyrrihluta nætur var líka verið að spila í öðrum herbergjum með sömu hljóðfæraskipan.

Þótt allt væri fljótandi í bjór og léttvíni í The Tiki Room var þar aldrei neitt fyllerí. Flestir voru aðeins í því og léttir og hressir, an aldrei hitti ég þar einhvern sem var fullur. Kannski einhverjir hafi verið að púa á einhverju grasi. Ég var ekki var við það, nema þetta kvöld sem þessi mynd er tekin. Þá sá ég á eftir þessum tveimur þarna, þeir voru í burtu í tvær mínútur og þegar þeir komu til baka fylgdi þeim óvenjulega sætur reykilmur. Lífernið var ekki rosalegra en svo að allir voru mættir í morgunmat og svo í kennslustundir morguninn eftir.


Í fyrirsögninni er linkur á myndasíðu sem ég fann á Netinu. Þar eru myndir frá lokatónleikum þessarar ráðstefnu og námskeiðs. Ég sést nú ekki á myndunum, en herbergisfélagi minn er á 8. myndinni og það eru myndir frá atriðinu sem ég tók þátt í á þessum tónleikum.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]