Tilraunavefurinn
fimmtudagur, desember 18
  Kórstarfið
Ég hef alveg sleppt því að fjalla um kórstarfið hér nyrðra á þessum vettvangi. Mér datt svona í hug þegar ég sá umfjöllun á Víkaravefnum (www.vikari.is) að Karlakórinn Ernir hafði haldið tónleika í Safnaðarheimilinu í Bolungavík. einsöngvarinn með þeim var Óskar Pétursson. Við í Kór Akureyrarkirkju vorum einmitt að syngja með Óskari og Björgu Þórhallsdóttur á styrktartónleikum á þriðjudagskvöldið. Á sunnudaginn voru svo Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju, sem mér skilst að sé árlegur viðburður í kirkjunum hér á Akureyri á aðventunni. Kórinn í Glerárkirkju stendur líka að svipaðri dagskrá.

Báðir tónleikarnir gengu vel. Ég ætla samt ekkert að líkja þessum Jólasöngvum við Aðventutónleikana sem haldnir hafa verið í Skálholti. Þetta var nú langt frá því að vera svo glæsilegt. Kannski munar þar mestu um umgjörðina í kringum kórinn. Það er nú ekkert slor að geta boðið upp á tvo fína einsöngvara, góðan karlsöngvara og sópransöngkonu á heimsmælikvarða, frábæra og samstíga strengjasveit, úrvalsorgelleikara, gott orgel, himneskar barnaraddir og stórgóðan hljómburð kirkjunnar.

En ég held nú samt að kórinn okkar hérna nyrðra sé bara góður. Hann taldi 66 manns á tónleikunum á sunnudaginn. Það er fullt af fínu söngfólki í honum og ég hef ágætis tilfinningu fyrir hljómi kórsins. Reyndar hef ég sjálfur ekki heyrt í honum eins og hann er núna. Ég er alltaf að syngja með og engar upptökur hafa verið gerðar frá því ég gekk í hann.

Það er öðruvísi að syngja í svona fjölmennum kór en litla kórnum okkar í Tungunum. Við í Skálholtskórnum heitnum höfum reyndar prófað það líka þegar við höfum sameinast öðrum kórum í ákveðnum verkefnum. Hér reynir allt öðruvísi á mann og stjórnandinn hefur nýtt sér stærð kórsins, til dæmis með þeim hætti að nokkur laganna á jóladagskránni voru 5- og 6 radda og eitt var 8 radda. Við sungum líka 8 radda verk eða tveggja kóra, eða hvað það er kallað, um daginn, þegar kirkjan átti afmæli. Þetta er allt skemmtilegt og lærdómsríkt.

Ég, sem á engin tengsl hingað norður, hef fundið tvo frændur mína af Viðfjarðarættinni í þessum stóra kór. Í þeirri ætt er fólk Bjarna Eiríkssonar, langafa míns. Pétur læknir hefur ekki verið með kórnum í vetur. Hann tók sér frí. Það er einn Sandari í bassanum með mér. Þarna er líka Tungnamaður, sem er frá Hjarðarlandi og var þar bóndi til skamms tíma. Og kona ættuð úr Kjarnholtum, dóttir Ingimars gleðigjafa. Móðursystir Hjörleifs fiðlara er svo í altinum. Það kemur ýmislegt á daginn.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]