www.gitargrip.is
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi8z00F_0iEf4CU3X4JYhj_q8MOVtEmYbSzP4iBeheXyHGPaW6sX1l3jhhY6Mb7I1ukVQz315pRERzHDRPU2D02EaFBizUEzYFEMFaITXBS3K3ZbQsEcGqHKyR_p4t_3chdrZGN/s320/TridentWeblogEricGuitarGG.jpg)
Ég á til með að benda á nýlega heimasíðu: www.gitargrip.is
Hér eru tveir verkfræðinemar að dunda sér við það í frístundum að hanna gagnvirka síðu fyrir gítarglamrara. Þeir eru bara rétt nýbyrjaðir en það verð ég að segja að síðan lofar góðu. Þetta er flott hjá þeim. Ég hef óspart nýtt mér svona síður en aldrei lagt neitt til sjálfur. Takk fyrir mig Snerpa. Takk Jómmi. takk Davíð Kristjáns. Í þetta skiptið ætla ég ekki að láta mitt eftir liggja og ætla að leggja eitthvað til málanna. Það er ekki hægt að taka endalaust frá öðrum, það verður líka að gefa til baka. Ég var að senda strákunum jólalög.