Hver er Víkarinn?
Þessi Víkari er úr hópi mestu afreksmanna UMFB fyrr og síðar. Einn af gullkálfunum úr sundinu. Mikill svömmer. Hlýtur að hafa verið í landsliðinu á sínum tíma. Alla vega unglingalandsliðnu. En þá var ég hættur að synda, svo ég þori nú ekki að sverja fyrir það. Jú, þetta er svakasvömmer - hlýtur bara að hafa verið í landsliðnu.
Alla vega hitti ég þennan Víkara þegar við Hákon fórum að sjá handboltaleikinn í kvöld. Akureyri - FH. Víkarinn var bara hress og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera á þessum stað.
Hver er Víkarinn?