Framhald á sjúkrasögunni
Lyfjakúrinn verkaði ekki á mig. Ég fór til læknis. Þetta er ekki sinaskeiðabólga sem er að plaga mig, heldur eitthvað annað. Eitthvað með bjúgmyndun og klemmdar taugar, sennilega. Ég á að sofa með teygjubindi og forðast átök á næstunni. Það var eins gott að ég valdi í þessari viku að taka starfi sem mér bauðst þar sem ekki reynir verulega á líkamann. En málningarvinnan er ekki það besta fyrir hendurnar, sérstakelga ekki spartslvinnan sem ég hef verið í síðustu fjóra daga. En sem sagt, læknirinn vísaði mér á handaskurðlækni sem mun hitta mig og gera á mér eitthvert taugaleiðnipróf eða taugavirknipróf (man ekki hvað hann kallaði það) og e.t.v. skera í hendurnar á mér til að laga þetta. Læknirnn taldi að þess þyrfti alla vega einhvertíma. Að ég slyppi ekkert við það.
Det er nu det.