Búslóðin komst norður í tveimur ferðum. Síðari ferðina fór ég í gær og eftir heilmikil ævintýri og bilaða bíla komumst við á leiðarenda. Nú var verið að tæma bílinn. Orri kom og bar með okkur út. Það er heimmikið verk sem bíður okkar við að koma öllu dótinu okkar fyrir með smekklegum hætti. Hér er ekki bílskúr svo það þarf að koma öllu málningardótinu fyrir einhversstaðar þar sem lítið fer fyrir því og sömu sögu er að segja af gítaraútgerðinni allri. Við strákarnir erum heima. Vorum að koma frystikistu og þvottavél í gagnið og tengja síma, tölvu og sjónvarp. Svo innan um pappakassana verði hægt að taka upp fyrri lífsstíl. Myndir væntanlegar