Aðal
Haldiði að ég hafi ekki fundið aðalbláber í Fnjóskadalnum!
Þau voru að vísu ósköp smá og bara örfá, en mjög bragðgóð. Ég keypti mér lítinn Brynjuís í boxi og stráði þeim yfir hann. MMMmmmm... Gnægð stærðar krækiberja var í Fnjóskadalnum. Við fórum þarna í smá lautarferð með tvö nestisbox meðferðis ef við sæjum einhver ber. Ég hafði aldrei komið þarna á Austurbakkann. Við eigum myndir af þessu.... bráðum koma þær hingað inn.