Fjölskyldan

Við vorum á niðjamóti í Miðfirðinum. Þar hittust afkomendur Jakobs og Matthildar frá Reykjafirði. Þetta er nú orðið margt fólk sem frá þeim er komið. Ekki mættu nú allir. En við systkinin mættum öll og allt okkar fólk. Hér er mynd af okkur sem var tekin áður en við lögðum af stað heim um hádegið í dag.
Ég þakka öllum sem þarna voru fyrir samveruna um helgina.