Tilraunavefurinn
miðvikudagur, júní 11
  Um úrskurð aganefndar
Það tíska þessa dagana að fjalla um úrskurði aganefnda sérsambanda í íþróttahreyfingunni. Kristján skrifar afar áhugaverða færslu þar sem hann ber saman úrskurð aganefndar HSÍ við úrskurð aganefndar KSÍ í tveimur nýlegum líkum málum. Ég ætla að fjalla um annan úrskurð aganefndar KSÍ. Sá er strangur, en mér finnst það í góðu lagi, því brotið er alvarlegt og örugglega ekkert einsdæmi í hreyfingunni. Um er að ræða þjálfara og leikmann meistaraflokks ÍA í knattspyrnu kvenna. Leikmaðurinn lék leik með 2. flokki, sem þessi þjálfari stýrði líka, þrátt fyrir að vera orðinn eldri en leikmenn 2. flokks mega vera. Ég þekki leikmanninn, hann er gamall nemandi minn, afskaplega skemmtileg og vel gerð stelpa. En hefur svona heldur betur misstigið sig í þessu máli og skilið dómgreindina einhversstaðar við sig þegar hún ákvað að taka þátt í þessum gjörningi. Bæði hún og þjálfarinn hafa verið dæmd í langt keppnisbann og félagið sektað.

Ætli dómurinn sé ekki fordæmisgefandi. Og það góða við hann að nú hugsa menn sig tvisvar um áður en þeir leika þennan leik í knattspynuleikjum um allt land. Þessi leikur er víða stundaður. Eða var það a.m.k. meðan ég var að spila fótbolta. T.a.m. var einn frískasti knattspyrnumaðurinn á mínu reki í Bolungavík heldur lágvaxinn og hefði, miðað við hæð, vel getað verið þetta tveimur árum yngri en hann er. Það kom fyrir að þjálfararnir létu hann spila með yngri flokki og létu bara nafn einhvers annars á leikskýrsluna. Aldrei leið mér vel með þetta. Það er svo mikið óvirðing við íþróttina, félagið, andstæðinginn, svo ég tali nú ekki um iðkendurna sem þurfa að gefa eftir sæti sitt í liðinu vegna þessa svindls. Hefði ég frétt af svona löguðu þegar ég sat í stjórn Knattspyrnudeildar UMFB hefði ég lagt til að þjálfarinn yrði rekinn. Það er mikill skaði fyrir félagið þegur upp um svona lagað kemst. ÍA hefur ekkert með mann að gera í vinnu sem dettur í hug að gera svona lagað. Ég þekki svolítið til hjá félaginu og er nokkuð viss um að þessi þjálfari vinnur ekki meira fyrir ÍA. Leikmaðurinn tekur út refsinguna, en heldur svo vonandi áfram að leika knattspyrnu með meistaraflokki á næsta tímabili.
 
Ummæli:
Ég er nú nokkuð sammála dómnum yfir þjálfaranum en mér finnst bannið alltof langt fyrir leikmanninn.

kv
Hannibal
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]