Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júní 19
  17. júní, kannski var það árið 1981


Það var einu sinni á 17. júní, þegar ég var svona um það bil átta ára, að ég var staddur í lautinni sem er fyrir ofan brekkuna sem er notuð sem áhorfendastæði á íþróttavellinum á Skeiðinu. Það liggur troðinn vegarslóði upp í þessa laut og þennan dag höfðu bolvískir krakkar hjólað á hjólunum sínum alla leið upp í lautina og nokkrir hjólaeigendur voru eitthvað að spá í sjónræna þáttinn á þessum hátíðardegi og settu hjólin í standarana og höfðu röðuðu þeim þétt upp að hvert öðru, í beinni og fallegri röð. Meðan presturinn fór með bænarorðin, kirkjukórinn söng Guðvorslandsinn, fjallkonan las ljóðið, Sæsi afhenti verðlaun fyrir víðavangshlaupið og Bessi Bjarnason eða einhver annar skemmtikraftur að sunnan var eitthvað sniðugur var ég að leika mér í þessari áðurnefndu laut. Við þennan hjólastafla hitti ég Finnboga Sveinbjörns, sem þá hefur verið þetta 15 eða 16 ára. Hann stendur við annan enda þessarar reiðjólarunu og segir við mig glottandi, um leið og hann sýnir með handahreyfingu, að það yrði sniðugt og virkilega flott að sjá, ef hann ýtti aðeins á eitt hjólið því þá myndu þau öll detta hvert um annað.

Finnbogi var náttúrulega bara að grínast. Því hann er algjörlega hrekklaus maður og hefði aldrei gert svona lagað að gamni sínu. En það vissi ég ekkert þá. Í mínum augum var hann bara Bogi, unglingur sem stundum keyrði traktorsgröfu með sementspokum og sandhrúgu í skóflunni um götur bæjarins, og vann við að steypa bílaplön og hlaða bílskúrsveggi með sonum hennar Stínu á bókasafninu, þeim Magnúsi, Unna, Úlla og Bobba, sem fóru úr að ofan þegar sólin skein. Boga gat alveg verið alvara með þessum brandara sínum um að hrinda reiðhjólunum. Þess vegna sætti ég lagi þegar hann fór til að fylgjast með hátíðardagskránni og bjargaði hjóli sem ég þekkti í þessum stafla. Það var hjól Atla bróður míns. Boga skyldi ekki takast að skemma hjólið hans Atla. Ég faldi hjólið hans í skurði við veginn fyrir neðan íþróttavöllinn. Það hefur enginn séð til mín meðan ég var að bauka við þetta því allir voru uppteknir af skemmtuninni á íþróttavellinum. Svo fór ég bara að leika mér við Halla Pé eða Rúnar frænda minn og fannst æðislega gaman þennan dag. Kannski hef ég keppt í strigapokaboðhlaupi eða boðhlaupi þar sem reka átti nagla í rekaviðsdrumb. Sennilega hef síðan farið í kaffiboð til einhvers systkina hans pabba, því þau hittust yfirleitt heima hjá einhverju þeirra á 17. júni, því það var fæðingardagur Kitta Júl.

Um kvöldið fer Atli bróðir að tala um það við pabba að hann hafi ekki upplifað leiðinlegri þjóðhátíðardag. Allur dagurinn hafi farið í að leita að hjólinu hans. Og honum þótti sárt að hafa eyðilagt daginn fyrir fjölskyldu Einars vinar síns, því hún hafði tekið fullan þátt í leitinni að hjólinu. Það var búið að kemba bæinn. Fyrst þorði ég nú ekkert að segja. Þeir voru örugglega ekki í stuði til að skilja að ég hafði falið hjól bróður míns til að forða því frá ægilegum skemmdarvargi. En svo gat ég ekki annað en vísað þeim á hjólið. Ég man að þeir voru ekkert ánægðir með þennan greiða sem ég taldi mig hafa gert bróður mínum.
 
Ummæli:
NB. 95 ára afmæli Krjúl.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]