Vorið
Það er merkilegt hvað vorið er fyrr á ferðinni undir Eyjafjöllunum en annars staðar hér á Suðurlandi. Ég var á ferðinni um helgina, var að spila austur á Klaustri. Það er komin spretta í túnin undir Fjöllunum. Annars verður nú græni liturinn meira áberandi dag frá degi út um allt þessa dagana. Í fyrravor átti ég líka erindi þarna austur um þetta leyti og þá tók ég eftir þessu sama. Vorið kemur fyrst undir Eyjafjöllunum og þess vegna er það kannksi ekkert skrítið að bóndinn á Þorvaldseyri skuli alltaf vera fyrstur að hefja slátt.