Tilraunavefurinn
þriðjudagur, maí 27
  Vinsældakosningar
Er nokkuð að marka vinsældakosningar eins og þá sem nú fer fram á Rás 2 í keppninni Sjómannalag ársins?
Verður sá ekki sigurvegari sem hefur verið duglegastur að senda vinum og fjöldkyldu tölvupóst með hvatningu um að kjósa lagið hans? Ég reikna með því. Ég ætlaði að vera svaka duglegur að plögga en eftir að ég heyrði hin lögin hætti ég alveg við það. Ég veit ekki hvort lagið mitt er eitthvað verra en önnur lög í úrslitunum en tveir söngvaranna flytja lögin alveg frábærlega, þeir Raggi Bjarna og Sævar Sverris. Vinnsla þeirra laga er líka virkilega pro, á meðan mitt er tekið upp í skólastofu með Garage band forritinu og skólahljóðfærum. Þannig að mér fyndist varla verðskuldað að sigra. En svo heyrði ég í fólki í gær sem var mér ósammála. Því fannst lagið sem Raggi syngur, og mér líkar svo ágætlega við, bara vera eins og öll hin sjómannalögin sem hann söng í gamla daga. Því fólki líkað það bara alls ekki. Þessi skoðun breytti viðhorfi mínu aðeins. Kannski er fólk ekkert að pæla í sömu hlutum og ég pæli í þegar það hlustar á þessi lög. Því er ég farinn af stað með svolítið plögg. Sendi nokkrum einstaklingum tölvupóst og tilkynnti hvar væri hægt að hlusta á lögin og ég hringdi og benti ritsjórum síðunnar www.víkari.is á lagið og þar er búið að skrifa frétt um lagið mitt. Svo var hringt í mig rétt í þessu og mér bent á að vestfirski fréttavefurinn www.bb.is væri búinn að nirta sömu frétt hjá sér. Þá síðu lesa mörg hundruð manns á dag.

Og svo er ég svo lánsamur að þekkja Magnús Pálma. Hann vinnur í Glitni og þar eru mörg hundruð tölvur sem hægt er kjósa úr. Ég nefni Magnús Pálma sérstaklega því mér er svo minnisstæð framganga hans í að hjápa Herberti Guðmundssyni, sem hafði verið söngvari KAN, hljómsveitar okkar Bolvíkinga. Herbert leitaði eftir stuðningi bolvískra krakka við að koma laginu hans, Can´t walk away, inn á vinsældarlista Rásar 2. Bolvísk ungmenni lögðust mörg á árarnar með Herberti og hringdu og hringdu og hringdu og komu laginu á toppinn, fyrst íslenskra laga. Ég man ekki lengur töluna á símtölum Magnúsar Pálma í vinsældarlistann, en þau voru mörg. Magnús - fjölpóstur á vinnufélagana- núna!
 
Ummæli:
Ég stend með mínu fólki. Þú ert langflottastur Kalli og lagið þitt er skemmtilegt.
KV. MK
 
Ég spilaði lagið í dag fyrir hluta af samstarfsfólkinu og Þóra sagði að þettta væri lag fyrir „eldri konur“, það er víst hrós ;)
 
Ég er að vinna á stað þar sem eru margar tölvur ;)
 
búinn að kjósa lagið þitt.

kv
Hannibal
 
Víkara heimsækja að jafnaði 900 manns á dag og sú umfjöllun um lagið þitt sem birtist þar nýverið á án efa eftir að skila sér í auknum fjölda atkvæða.
 
Ég var nú ekki eini höfundur laganna sem fékk svona frétt um það á svona heimanetmiðli. Ég kannaði það og sá að alla vega var fjallað um tvö hinna laganna á vef Fjallabyggðar (Ólafsfjarðar og Siglufjarðar).
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]