Spáin
Spáin er ekki byggð á neinu nema þefskyninu.
Ég hef ekki séð leik í deildinni í nokkur ár utan einhverja þrjá eða fjóra í sjónvarpinu í fyrra. Ég les fréttirnar á Fotbolti.net og held með ÍA. Svona er spáin mín í ár.
Keflavík fer í úrslit í bikarnum.
Bjarni Guðjónsson í ÍA verður valinn besti leikmaður mótsins.
Hörður Sveinsson í Keflavík skorar flest mörkin.
Guðjón Baldvinsson í KR verður valinn efnilegastur.
Jón Vilhelm Ákason í ÍA á eftir að spila sig inn í a-landsliðið á þessu ári.
Ingvi Sveinsson í Þrótti nær ekki að skora í ár.
Hjörtur Hjartarson í Þrótti lætur verja frá sér vítaspyrnu í 1. umferð.
Guðjón Þórðarson í ÍA verður dæmdur í leikbann síðsumars.
Þjálfari Fram verður rekinn á tímabilinu.
KR mun finna taktinn og tapar ekki leik í júlí og ágúst.
1. KR
2. VALUR
3. FH
4. ÍA
5. FYLKIR
6. KEFLAV
7. ÞRÓTTUR
8. BREI
9. FJÖLNIR
10. GRIND
11. FRAM
12. HK