Að semja sjálfur
Einhverjar bestu línur úr texta sem saminn er um leið og hann er sunginn heyrði ég rétt í þessu. Það var 5 ára dóttir mín sem söng hástöfum:
Ég skal bjóða þéééééér í hjarta mitt
svo ég geti dreeeeeeeheepið þig.
Þetta er jafnvel enn betra en það sem Davíð Þór söng í bílnum hjá mér um daginn:
Ögmundur Jónasson
ber á sig body lotion.