Tilraunavefurinn
laugardagur, maí 31
  Úrslitin
Lagið mitt, Saman á sjó, sem B-Vaktin flutti í Sjómannalagakeppninni, hlaut ekki náð fyrir eyrum þjóðarinnar. Hún valdi lagið Faðminn eftir Þröst Sigtryggsson, fyrrum skipherra, við texta Kristjáns Hreinssonar. Raggi Bjarna syngur það lag. Mér skildist á Guðna Má Henningssyni, dagskrárgerðarmanni á Rás 2, í útsendingunni á fimmtudaginn, að Faðmurinn hefði hlotið 60% atkvæðanna. Með öðrum örðum - þeir Þröstur og Kristján burstuðu þetta. Í öðru sæti var Siggi prestur með lagið Fullur sjór af síld. Þorvaldur Halldórsson, Gylfi Ægisson og hljómsveitin Miðaldamenn fluttu það. Í þriðja sæti var Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust með Sævar Sverrisson fremstan í flokki. Lagið þeirra heitir Mamma. Lagið mitt, rokklagið Heima og skemmtarapopplagið sem heitir Ég sms af sjónum sendi ráku lestina. Ég veit ekki hver röð þeirra var. Vona samt að lagið mitt hafi hlotið fleiri atkvæði en skemmtarapoppið, því það lag þótti mér slakt. En þessi þrjú efstu lög í kjörinu skáru sig víst úr og fengu miklu betri kosningu en hin þrjú.

Ég er ekkert fúll yfir því að lúta í lægra haldi fyrir Ragga Bjarna. Mér finnst mér það lag ágætt. En flutningur Sævars á laginu sem varð í þriðja sæti hefði ég haldið að myndi skila því lagi lengra. Sævar í fantagóður rokksöngvari og fer gríðarlega vel með þetta lag. Þessi tvö lög voru líka þau best unnu, þegar litið er til upptökunnar og heildarhljómsins. Ég fílaði ekki lagið hans Sigga, en rokklagið fannst mér ágætt.

Ég notaði trommulúpu við upptökuna á laginu mínu, þ.e. að ég púslaði saman trommutöktum sem ég átti í taktbanka í tölvunni hjá mér. Þetta púsluspil gekk aldrei upp hjá mér, en ég lét það standa og spilaði á öll hin hljóðfærin ofan á þetta ónothæfa púsl. Lagið dettur úr öllu grúvi hvað eftir annað á þessum tæpu þremur mínútum sem það er. Ég verð að laga það.Ætli næsta skref hjá mér verði ekki að kasta þessari útgáfu af laginu, laga textann aðeins betur til, ráða mér upptökumann , góðan trommara, jafnvel fleiri hljóðfæraleikara og taka þetta upp í almennilegri útgáfu. Það er eina leiðin til að losna við lagið. Ef ég geri þetta ekki verð ég mánaðarlega að dunda mér við að gera nýja og nýja version af þessu blessaði lagi. Þá er nú tímanum betur varið í að búa til ný lög. Það verður að klára svona hluti. Ég var alls ekki ánægður með útkomuna á þessu hjá mér. Annars held ég að þetta atriði hafi ekki ráðið úrslitum í þessari keppni. En ég vil gera þetta þannig að ég sé sjálfur ánægður með það.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]