Tilraunavefurinn
miðvikudagur, maí 21
  Queen á Selfossi


Í gærkvöldi var okkur Hákoni var boðið að fara á lokaæfingu/forsýningu á heilmiklu sjóvi sem verður á Selfossi í kvöld. Þetta voru Vortónleikar Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson, sem er líka skólastjóri Tónkjallarans, tónlistarskólans sem ég hef verið að kenna við í vetur. Í þetta sinn gerði Stebbi þetta öðruvísi en áður. Hann var með hljómsveit á sviðinu og rokksöngvarann Magna Ásgeirsson í einsöngshlutverki. Viðfangsefnið: Valin lög ensku hljómsveitarinnar Queen.


Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Þar var búið að koma fyrir risastóru ljósa- og hljóðkerfi. Sándið var ágætt og krafturinn í bandinu skilaði sér prýðilega út í sal. Hljómsveitin DBS skilaði sínu fullkomlega. Það var greinilegt að strákarnir eru búnir að liggja yfir þessu verkefni í nokkurn tíma, því þetta er ekki auðveldasta tónlistin að spila. Í bandinu eru Stefán sjálfur á píanó, Robbi Dan á bassa (eina tengingin við Bolungavík sem ég kom auga á í gær - hann er barnabarn Kjartans gamla Guðjónssonar), Trausti Einarsson á gítar, Stefán Þórhalls (Á Móti Sól) á trommum og einhver bráðefnilegur unglingur á gítar líka. Hér er mynd af þessari hljómsveit (og mér sjálfum).

Magni var pottþéttur í sínu og kórinn massívur, kraftmikill og bara góður. Svo var þarna sópransöngkona, Gyða Björgvinsdóttir. Hún söng The Show must go on þannig að maður fékk gæsahúð og hún átti spretti í We are the Champions sem mér fundust alveg hreint frábærir. En í fyrsta sinn sem hún kom fram á sviðið söng hún dúett með Magna í Under pressure og það virkaði alls ekki hjá henni. Spurning hvort það lag verði nokkuð með í kvöld. En öll hin lögin virkuðu og voru vel flutt í alla staði.

Bandið tók nokkur lög með Magna, án kórsins. Það var vel gert hjá þeim. T.a.m. tóku þeir Tie your mother down af gríðarlegum krafti. En ég fékk í sjálfu sér ekkert út úr því að sjá hljómsveit covera Queen lög á tónleikum, en þegar kórinn var sviðinu var einhver flötur á flutningi laganna sem var forvitnilegur og ánægjulegt að fá að upplifa hann.


Stebbi Þorleifs, Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, hljómsveitin DBS, Magni og Gyða og EBé hljóðkerfi fá bestu þakkir frá mér fyrir góða tónleika og ég óska þeim góðs gengis í kvöld. Ég hvet alla til að skella sér á Selfoss í kvöld og verða vitni að þessum fínu tónleikum. Mér skilst að hægt sé að fá miða hér: www.midi.is.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]