Pylsa með öllu eftir Einar Benediktsson
Þú húðlita bjargráð, þú innyflum útfyllta sin;
undirlögð margræðum sósum, á laukstráðu beði.
Af algleymisfögnuði langþráðum logar mitt gin
er ljúkast um enda þér titrandi varir, af gleði.
Þetta háfleyga ljóð yrkir Baggalútur (líklega Bragi Valdimar frá Hnífsdal) fyrir hönd Einars Benediktssonar.
Af síðu Baggalúts 3/5 2008