Tilraunavefurinn
mánudagur, maí 26
  Lagið mitt er í úrslitum
Lagið sem ég samdi og sendi í Sjómannalagakeppni Rásar 2 komst í úrslit keppninnar og verður leikið þar í vikunni og eins má heyra það og hin lögin í úrslitunum á síðu Popplandsþáttarins á vef Ríkisútvarpsins. Það heitir Saman á sjó. Hljómsveitin B-Vaktin flytur lagið. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé b-vaktin í áhöfn Dagrúnarinnar eitthvert sumarið? Hvað segiði um 1989? Er það ekki gott ár? Hljómsveitin B-vaktin er frá Bolungavík, hver einasti meðlimur hennar er borinn og barnfæddur Bolvíkingur. Þetta eru allt þaulreyndir sjómenn og röskir beitningamenn að auki.

Hljómsveitin telur reyndar ekki nema einn meðlim og hann hefur satt best að segja enga reynslu af sjómennsku. En förum nú ekkert að bera það á torg alveg strax. En hann er sannarlega Bolvíkingur.

Ég bið ykkur, lesendur bloggsíðu minnar, um að heimsækja vefinn www.ruv.is/poppland og finna þar tengil Sjómannlagakeppninnar. Hlustið á lagið og ef ykkur líkar það þætti mér vænt um að þið gæfuð því atkvæði ykkar í kosningu hlustenda á Sjómannalagi Rásar 2 árið 2008.

Ég er búinn að heyra hin lögin. Ég spái Ragga Bjarna sigri. Það er bein tenging í huga manns milli Ragga Bjarna annars vegar hins vegar sjómannalags. En mér skilst að 40 lög hafi verið send inn svo það er nú út af fyrir sig ásættanlegt að koma laginu í 6 laga úrslit. Mér sýnist gamall sóknarprestur okkar Bolvíkinga, Siggi Ægis, líka eiga lag í keppninni.

Fyrst gerði ég textann þannig að það var sungið um að gerast háseti annað hvort á Heiðrúnu ÍS frá Bolungavík eða Höfrungi þriðja frá útgerð HB & Co á Akranesi. En þegar ég fór að vinna í textanum og laga hann að íslenskum bragfræðivenjum gekk hvorugt alveg upp. Það voru orðin of mörg H þegar ég þurfti að koma fyrir orðunum háseti, Höfrungur, Haraldur og HB. Hins vegar er það bara staðreynd að nöfn skipstjóranna á Heiðrúnu, Einars og Jóns Eggerts, byrja ekki á H. Þannig að á endanum varð vísan svona:

Gætir þú elskað mig ennþá
ef ég nú færi aftur á sjó.
Ég verð háseti á Hugrúnu ÍS
með Hávarði, - og skaffa þá nóg.


Svona er þetta allt saman rétt og eftir kúnstarinnar reglum. Hins vegar bulla ég svolítið síðar í textanum þegar ég geri Hugrúnu að nútíma frystitogara með ljósabekk og gufubaði fyrir áhöfnina. En það er óneitanlega skemmtilegt að ímynda sér hana þannig. Svo vantaði mig þriggja atkvæða nafn á einhver fiskimið og mundi ekki eftir neinu. Þá stakk Helga Á. (konan í næsta húsi og vinnufélagi) upp á álfkonumiðum. Helga á einstaklega létt með að setja saman vísur. Ég bar undir hana nokkrar breytingatillögur sem ég var með að textanum og hún aðstoðaði mig við að velja úr þeim og fínisera þær aðeins til. Henni fannst það svo tvírætt að sjóarinn ætlaði sér að fiska á álfkonumiðum. Ég efast nú um að álfkonumið séu til í sjónum við Íslands strendur en Eyktarás var heldur ekki til þótt við syngjum um hann í Þingvallalaginu þeirra Jónasar og Jóns Múla, -ekki fyrr en hann varð gata í Reykjavík. Það er því ekki útilokað að Álfkonumið verði einhverntíma fengsæl fiskimið eða bara gata í Bolungavík.

Í textanum koma fyrir línur þar sem mig langaði að vitna í flotta línu úr gömlu sjómannalagi. Muniði þessa um það þegar öldurnar kinnunginn kyssa. Sá koss er sem sagt endurgoldinn í þessu lagi. Loksins, loksins.

Allir að hlusta (og kjósa!).
Myndirnar eru báðar af togaranum Hugrúnu ÍS 7.
 
Ummæli:
Segið þið svo að sjómannsgenin skili sér ekki :)
 
Flott hjá þér- búin að kjósa :)
 
Búin að kjósa Saman á sjó með B - vaktinni.
kv
Skagakonan
 
sæll Kalli. Þú hefur ekki unnið stóra sigra sem fiskibani um tíðina. Komst næst því þegar þú varst heilan vinnudag að beita einn bala í skúrnum hjá Agga heitnum (ásamt undirrituðum), og pabbi þinn þurfti að draga þig að landi í miðnætursólinni. Þetta var sumarið "87. En þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og kyrjar nú um sjómennskuna af mikilli prýði að mér finnst. Ég fór nú einhverja túra á Dagrúnunni sumarið "89 þannig að lagið gæti verið um mig og Jón 1000-ára.
Ég held að Gaui Siggu Gau hafi verið skipstjóri á Hugrúnu, fór meira að seigja nokkra túra þegar ég var smápatti, með pabba á Hugrúnunni.
Að sjálfsögðu færðu mitt atkvæði.

Kv.
G.H.A.
 
Gummi, fórstu nokkuð í ljós um borð í Hugrúnu?
 
„Spila á fagottið þegar ég er ekki að syngja milliraddir“, þetta kemur sífellt upp í hugann ;)
Gummi, balinn var bara hálfur.
 
ekki ljós.! ...það heitir til sjós.!

eins og maðurinn sagði.

einn úr sveitinni af jóa dóna. hreppstjórinn: "jói, ertu að ríða urtunni, maður.?" jói lítur upp ataður í spiki, lítur aftur á dýrið. "urta, ég get ekki séð að þetta sé urta"
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]