Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?
Þessi fyrrum hafsent í meistaraflokki UMFB í fótbolta skokkaði alla jafna fram völlinn þegar færi gafst að kasta boltanum langt inn á vítateig mótherjanna. Þetta var einhverntíma á árunum eftir 1980. Kannski 81 og 82 - eitthvað svoleiðis. Annars er þessi Víkari ekki þekktur fyrir fótbolta. Nokkrir honum skyldir eru það hins vegar.
Hann spilar á gítar og hefur, eins og hann á kyn til í báðar ættir, gaman af því að syngja. En hann spilar líklegast ekkert fyrir aðra en sjálfan sig. Þegar hann kemur vestur veit ég að hann tekur oftast lagið með einum frænda sínum þar, einum alhressasta Víkaranum. Meirihluti Bolvíkinga eru skyldir þessum umrædda manni.
Hann átti stórafmæli snemma á þessu ári.