Hákon Karlsson og Hjölli
Hákon var að syngja með Barnakórnum á aðventutónleikum í Skálholti. Hjörleifur Valsson var að spila á fiðluna. Okkur finnst að það þyftri að mynda þessa merku fiðluleikara saman.
Annars er Hákon staðráðinn í að hætta að læra á fiðlu. Við foreldrar hans erum búnir að gera flest sem hægt er að gera til að halda honum í tónlistarnámi. Okkur finnst alveg synd að hann skuli ekki hafa meiri áhuga en raunin er. Hann er nefnilega mjög músíkalskur og þegar hann æfir sig vel spilar hann virkilega vel á fiðluna. En nú hafa allir gefist upp á að þrátta um æfingar og vandvirkni. Það verður ekkert fiðlunám næsta vetur.
Ég er nú aðeins rólegri yfir þessu núna heldur en í fyrra, þegar okkur tókst að tala hann til og mamma hans mútaði honum til að halda áfram tónlistarnáminu. Núna er hann sko farinn að leika sér að því að spila bæði á gítar og trommur. Hann hefur lítið fyrir því og finnst það skemmtilegt. Þá er tilgangnum náð. Það á að vera gaman að leika tónlist.