Í þessu boxi mínu
Gréta á geisladisk með lögunum úr undankeppni Eurovision sem hún hlustar stundum á í bílnum. Þá syngjum við stöku sinnum með, t.d. í laginu eftir Dr. Gunna, Ís í boxinu mínu. Hringur stoppar okkur alltaf af og leiðréttir textann sem við förum með. Í meðförum hans, og hann syngur þetta oft, er textinn svona:
Viltu vera í þessu boxi mínu?Kúlan í brauðforminu.
Kaupi mér ís með
gulli og hrísgrjón.Viltu vera ísinn minn?