Tilraunavefurinn
fimmtudagur, maí 1
  Geymt en ekki gleymt
Ég sit við tölvuna og er að hlusta á þátt á Rás 2 frá því um síðustu helgi. Þetta er þáttur Freys Eyjólfssonar Geymt en ekki gleymt og platan sem hann er að taka fyrir í þetta skiptið er Sturla Spilverksins. Frábær plata. Ég reyni að hlusta sem oftast á þennan þátt. Þessi þáttur er svo skemmtilegur vegna þess að Valgeir Guðjónsson er svo skemmtilegur þegar hann talar um Spilverkið. Það er svona hans barn og honum þykir bersýnilega vænt um það. Þessi tiltekni þáttur finnst mér líka skemmtilegur vegna þess að Freyr leyfir sér að hafa hann mjög nördalegan. Við sem nennum að hlusta á íslenska poppið með öllum líkamanum (eins og Valgeir myndi eflaust orða það sjálfur) erum hrfin af því þegar nördinn í okkur er fóðraður með svona stöffi. Geymt en ekki gleymt er ekki alltaf svona nördalegur. Stundum dettur þátturinn í að vera enn einn tónlistarsagnfræðiþátturinn a la Jónatan Garðarsson.

Minni mitt er svo hræðilega gott þegar kemur að svona stöffi sem ég hef einhverntíma heyrt sagt að nú rifjast upp fyrir mér annar svona þáttur sem var gerður um þessa plötu snemma árs 1997 og var sendur út, sennilega um páskana það ár. Ég hlustaði á hann í kjallaranum á Sólbakka við Austurveginn á Selfossi, þar sem ég bjó þá. Þar búa nú Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld, Bjarni Harðarson, alþingismaður og synir þeirra. Ég man þáttinn eins og ég hafi verið að hlusta á hann í gær - hvert orð. Einkennilegt þetta minni í okkur. Þetta get ég munað en að muna hvernig orð eru skrifuð á ensku tekur mig stundum mörg ár. Ég hef til að mynda verið að skrifa San Francisco nokkrum sinnum síðustu daga og það ætlar aldrei að lærast hvernig á að stafsetja það!

Það má segja um þennan gamla útvarpsþátt um Sturlu að fyrir mér sé hann geymdur en ekki gleymdur. Ég þarf svo að skrifa meira um þann vinsæla útvarpsþátt seinna. Annars var ég að skrifa um hann í gestabókinni á bloggi Dr. Gunna um daginn.
 
Ummæli:
Ég heyrði eitthvað af þessum þætti. Klárlega nördafóður. :)

Segir orðið "aparass" þér eitthvað? :-D
 
Nú skil ég þig ekki Sigurdór.
 
Meira til þín Sigurdór.
Varstu búinn að veita því athygli að Bolvíkinga fer ef til vill að vanta bassaleikara í bæjarbandið. Þú hlýtur að eiga góðar minningar um dansleikjahald í Félagsheimilnu þar - ekki satt?
 
Diddú missti víst út úr sér orðið "aparass" þegar síminn hringir óvænt í hljóðverinu meðan verið var að taka upp útvarp fyrir lagið "Nei sko". :-D

Já ég hef tekið eftir vandræðagangi þeirra Bolvíkinga. En ætlar hann að flytja í burt blessaður ? Bassaleikarinn? ;-)

Og jú ég á klárlega prýðilegar minningar úr félagsheimilinu, þar sem Soul Deluxe tjúttaði með innfæddum.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]