Endurheimt
Ég hef endurheimt stelpurnar mínar. Gréta og Perla María voru að koma heim frá Svíþjóð. Þær fóru til að heimsækja ömmu Grétu sem býr á Skáni. PM hefur frá ýmsu að segja. T.d. því að það vaxa bleik og fjólublá blóm á sumum trjám í útlöndum og kóngurinn í Svíþjóð heitir Kalli eins og ég.