Einfalt og töff
Ég var að keyra bílinn minn eftir Sæbraut í henni Reykjavik síðastliðið föstudagskvöld og það var eitthvert leiðinlegt lag á Rás 2 svo ég svissaði yfir á Rás 1. Þá var þar í gangi lagið Video killed the Radio star í mjög einfaldri útgáfu. Það var aðeins kassagítar go tvær raddir. Mér fannst þetta flott. Hélt fyrst að þetta væri Sprengjuhöllin. Svo kom nú reyndar á daginn að þetta voru Haraldur Freyr og Heiðar Örn úr Botnleðju að syngja út útvarpsþáttinn sinn Pollapönk. Svo hlustði ég á þáttinn núna áðan og er enn á því að þeir hafi farið vel með þetta gamla lag. Heiðar Örn hefur sönginn vel á valdi sínu og beitir röddinni á skemmtilegan hátt.