Biskupstungnablogg
Ég setti tvo tengla hérna á síðuna um daginn. Tengla þar sem Tungnamenn blogga. Nú rakst ég á einn Tungnamanninn enn og sá bloggar á moggabloggi. Það er kjarnakona frá Torfastöðum, Drífa Kristjáns, sem lætur gamminn geysa
hér. Hún situr í sveitarstjórn hérna í Bláskógabyggð þannig að það má væntanlega lesa á síðunni hennar um ýmiss hagsmunamál sveitarfélagsins. Drífa syngur með mér Skálholtskórnum.