Bahama
Veðurguðirnir eru að gera allt vitlaust með laginu Bahama sem er algjör límheilaklessa. Hrikalega grípandi viðlag. Ég fatta ekki hvað það er við lagið sem gerir það að verkum að maður lærir það utanað við fyrstu hlustun og fær það á heilann. Þetta er ekkert merkileg lagasmíð, margsamin og textinn er algjört bull, meira að segja illa gerður, a.m.k. svona út frá fræðilegu sjónarmiði. Samt sem áður lærði ég hann allan eftir að hafa heyrt hann einu sinni í útvarpinu. Það er eitthvað við lagið sem er svona gott. Krakkarnir í skólanum syngja þetta daginn út og inn og mér tekst að fá ALLA til að syngja með í samsöng þegar ég spila það.Frá 1. bekk og upp úr! Hérna heima syngur Hringur, 4 ára, viðlagið eins og ekkert sé. Er þetta sumarsmellurinn?
Einn samkennari minn sagði mér frá því að áhuginn í landafræðitíma þar sem verið var að læra eitthvað um Vestur-Indíur hefði aukist í bekknum hans þegar krakkarnir föttuðu að Bahama væri þar.